hrekkjavökuballið búið…

Þar með er þessu Holloween balli FÍV lokið og verð ég bara að segja að þetta kvöld tókst bara með ágætum (með nokkrum undantekningum þó). Við byrjuðum nokkur heima hjá Stefán nokkrum Birni þar sem var spjallað og nokkur lög tekin á gítar. Svo kom að því að fólk vildi fara koma sér á ballið og fórum ég og Hlynsi þá og gerðum okkur reddí. Hann var Brooke og ég Sally úr glæstum vonum. Svo var komið á ballið og vakti Hlynur mikla lukku með ljósu lokkana sína 😀 En allavega, þetta var ágætis ball og skemmtilegir búningar sem þarna voru. Versta var að þegar ég tók síðustu myndina í myndasafninu þetta kvöld rakst einhver í mig og ég missti myndavélina og linsan festist… en ég hendi henni í viðgerð eins fljótt og hægt er 😉 Og já, ég er búinn að henda myndunum inná myndasvæðið og uppfæra hver var…
Enjoy =)