Untitled

Þá hefur enn ein helgin rennt í hlað og er ekki annað að sjá en að þetta verði bara hin ágætasta helgi… (Helgi Björns? HEHE) En hún hljómar einhvernveginn á skemmtistöðum bæjarinns:

Lundinn: Ruth Reginalds verður bæði í kvöld og annað kvöld á Lundanum, held það kosti 500 kall inn.

Höllin: Á morgun, laugardaginn 26. október mun SSSól spila fyrir dansi í Höllinni langt fram eftir nóttu og ég held að það geti ekki klikkað… ég spái geðveikri stemmningu og margmenni. Ætli það muni ekki kosta í kringum 2000 – 2500 inn, býst við því.

Já, svona hljómar þessi helgi. Rut á Lundanum (surprise surprise) og SSSól í Höllinni 🙂 Ég vonast til að fara í Höllina á morgun en á Lundann fer ég ekki. Kem svo með blogg hérna eftir helgi hvernig rættist úr þessu öllu saman… lifið heil og endilega skellið ykkur í Höllina á morgun, þ.e.a.s. þið sem hafið aldur :þ