busavígsla…

Nú í morgun lauk Busavikunni formlega með hinni árlegu busavígslu og verð ég að segja alveg eins og er að tókst hún bara prýðilega. Ekki var annað að sjá en bæði busar og áhorfendur hafi skemmt sér mjög vel þrátt fyrir að nokkurn kulda hafi mátt greina í busunum þar sem frekar kalt var í morgun og voru þau öll smúluð rækilega. En já, einsog alltaf lýkur busavikunni með busaballinu sem verður í kvöld á Prófastinum. Ekki veit ég alveg hvað kostar inn en ég giska á 1500 – 2000 krónur og spilar hljómsveitin Smjörbolli fyrir dansi. Vonandi að sem flestir láti sjá sig í kvöld og busar:
Velkomnir í FÍV 😉

Ég tók nokkrar myndir af busavígslunni og eru þær hér.