nóg að gera…

Jæja, soldið mikið langt síðan mar uppfærði þessa blessuðu síðu sína… Málið er bara það að mar fór norður á Djúpuvík á um miðja síðustu viku og kom ekki aftur heim fyrr en á miðvikudaginn síðasta. Þá hafði mar nú nóg annað að gera en að henda einhverju hér inn. En allavega, það er NÓÓÓG að frétta og ég ætla að byrja á að segja frá ferðinni á Djúpuvík sem var bara ágætis ferð eftir allt saman. Við fórum uppá land á fimmtudaginn í þarsíðustu viku, tókum bílaleigubíl og fórum í bláa lónið í geðveiku veðri, eitt af því þægilegasta sem ég hef gert leeeeeengi. Svo fórum við bara að slæpast í Reykjavíkinni og fórum svo bara að sofa. Næsta dag var haldið til Djúpuvíkur og vorum við samferða Ellisif (frænku Sæbjargar) og kærastanum hennar, Magga. Ferðin tók tæpa 7 klukkutíma þar sem bíllinn var gjörsamlega að hrynja á leiðinni. En við komumst nú á leiðarenda að lokum. Ég bjóst nú ekki við einhverju rosalegu þar sem þetta var sextugs afmæli hjá frænda Sæbjargar… en jú, þótt það hafi tekið 6 – 7 tíma að keyra þangað á ógeðslegustu vegum landsins og ekki sést til sólar ALLAN tímann þá var mjög mikil stemmning þarna, fínt fólk og FULLT af víni… HEHE 😛 Við gistum í tjaldi og og komst ég að því þarna að stelpur eru plássfrekar og ræna af manni sænginni í svefni… ég vaknaði eitt skiptið að FRJÓSA úr kulda og leit við og þar var lítil Sæbjörg undir hlýju sænginni minni og leið bara vel að mér sýndist… en nóg með það svo komum við aftur til Reykjavíkur á mánudeginum og meikuðum ekki að fara aftur til Eyja fyrr en á miðvikudeginum 😉 S.s. þetta var hin fínasta ferð.
En já, á þessum tíma missti maður af MIKLU í HM 🙁 öll stærstu liðin dottin út og nú erum við komin í 4 liða úrslit og liðin sem eru eftir eru Brasilía, Tyrkland, Þýskaland og Suður Kórea. Sárast finnst mér að Spánn sé dottið út þar sem ég horfði á þann leik og maður fékk sterklega á tilfinninguna að dómurunum hafi verið mútað þar sem þeir dæmdu 2 fullkomlega lögleg mörk af Spánverjum, og endaði þannig að Suður Kóreumenn unnu í vítaspyrnukeppni… frekar sorglegt.
Svo er það djaaaaaammið… mögnuð helgi er á enda og var föstudagurinn algjör snilld. Mér og Svenna var boðið í afmæli hjá Röggu frænku hans Svenna og mættum við þangað um átta hálfníu í mat og bollu. Mar þekkti eiginlega ekki neinn þarna en það lagaðist allt þegar líða tók á kvöldið og fólkið orðið hífað 😀 Mjög hresst lið en svo kom að því að halda á leið í skvísusundið þar sem Jónsmessugleðin var haldin og menn í svörtum fötum spiluðu fyrir dansi. Fínasta djamm sem endaði heima í stofu fyrir framan sjónvarpið að horfa á Spánn vs. Suður Kórea 😉 Minni á punktinn þar sem fullt af myndum af þessu djammi eru.
En ég kveð í bili…
Bæjó 😛