hm & ballari…

Jæja, 3 leikir í HM í morgun… fyrst mættust Svíar og Nígeríumenn… sá leikur endaði 2 – 1 fyrir Svíþjóð í hörkuspennandi leik. Svo voru það Spánverjar og Paragvæar sem spiluðu og í hálfleik var staðan 0 – 1 Paragvæum í vil. Í seinni hálfleik komu Spánverjar mun sterkari til leiks og snéru leiknum algjörlega við og endaði hann 3 – 1 fyrir Spán. Svo var komið að aðalleiknum, Argentína vs. England! Þetta var víst alveg ROSALEGUR leikur sem ég því miður missti af sökum óviðráðanlegra ástæðna… en allavega var eina markið í þessum magnaða leik skorað rétt fyrir lok fyrrihálfleiks og var það Beckham sem skoraði fyrir England úr vítaspyrnu. Niðurstaða, 0 – 1 sigur Englands.

Jæja nóg um HM… það eru margir sem hafa verið að spurja um hvort eitthvað verði að ske í kvöld og ég get staðfest það hér og nú að það verður Lokaball FÍV í kvöld.

Staður: Prófasturinn
Tími: Ég giska á miðnætti
Hljómsveit: Inferno & DJ’ar
Aðgangseyrir: 1000 kr.