helgaruppgjör & úrslit könnunnar…

Jæja… komið sunnudagskvöld og geðveik helgi á enda komin 🙁 Og já, þá er kominn tími til að kynna úrslit könnunnarinnar sem ég setti hér upp á síðunni í byrjun helgarinnar. Spurningin var “Hver verður nú fyllstur um helgina. Einsog við mátti búast og mar var eiginlega búinn að sjá fyrir þá vann hann Hersir með miklum yfirburðum. Það tóku 45 manns þátt í könnunninni og kusu 23 af þeim Hersi eða 51%. Á eftir honum komu þeir Wixi, Hjölli Sveins og Pálmi í Stórhöfða allir með 4 atkvæði. Þegar ég tilkynnti Hersi þetta áðan var hann hæstánægður með tíðindin og lét hafa eftir sér að þetta hafi verið erfitt, en eftir að hafa drepist óteljandi sinnum yfir helgina útum allan bæ þá hafi þetta komið að lokum og sagðist geta reddað sér meira víni fyrir kvöldið bara til að gulltryggja sigurinn. Ég vil þakka Hersi og öllum þátttakendum könnunnarinnar fyrir skemmtilega helgi og sanngjörn og mjög fyrirsjáanleg úrslit…
Góða nótt