slappt djamm…

Jæja, þá er mar kominn heim eftir nokkuð slappt ‘djamm’ ef svo má kalla það. Fór heimtil Söru vinkonu og við vorum þar nokkur. Það er náttlega byrjað í þessu venjulega, þau fóru í drykkjuleik og eitthvað drasl í byrjun kvöldsins en ég og Hannes vorum niðrí stofu að spila á gítar og syngja =) Svo fór að líða á kvöldið og voðalega lítið skeði… Fólk var mest allan tímann úti að reykja eða að spjalla saman inní eldhúsi. Svo uppúr 3 fór fólkið að týnast heim en Sara, Siggi Freyr og Hörður ákváðu að fara á lundann þannig að ég fór bara heim með fólkinu. Lítið sem skeði þetta kvöld nema það að Hlynur nokkur Herjólfsson kom þarna við heima hjá Söru á leið sinni á Hippaballið í Höllinn nær dauða en lífi og ældi þessi líka lifandis ósköp á stéttina hjá henni og í ganginn. Það var ekki frásögu færandi nema fyrir það að Mr. Herjólfsson varð skyndilega mjög þreyttur og lagðist niður í æluna og drapst þar. Meira hef ég ekki heyrt af honum en ég giska á að hann liggi enn í ælunni sinni. Ég kveð að sinni.
Yfir og út.