róleg helgi…

Jæja, svo þið segið það já… 3 daga frí frá vinnu á enda og lítið sem mar gerði. Á föstudaginn gerði mar akkúrat ekki rass… sótti reyndar Ólöfu vinkonu í Herjólf sem er núna komin til að vera yfir sumarið, JEIJ! ;o) En já, svo á laugardeginum var eitthvað minniháttar fyllerí á vinahópnum heima hjá Gullu vinkonu sem var ein heima. Vorum bara svona milli 5 og 8 allan tímann og hlustað á allskyns tónlist, talað saman og spilað smá á gítar. Ágætis kvöld sem endaði um kl hálf 6 heima sofandi (allavega ég 😉 Svo í gær var bara rúntað til miðnættis eða svo og svo tókum ég og Sæbjörg spólu, Corky Romano sem ég verð að segja að er algjör snilld… hélt ég myndi ekki hætta að hlæja… Hahahahaha. En allavega, svo er kominn mánudagur núna, Sæbjörg fór í vinnu kl. 6 þannig að ég tók mig til og sló blettinn fyrir mömmu og pabba, svo er pabbi að grilla núna svín og kartöflugratínið er að verða tilbúið inní ofni 😀 Þannig að ég ætla að fara að drulla mér að éta áður en þau klára þetta…
Bið að heilsa ykkur…!