sauður…

Jæja, ég get ekki sagt að þetta hafi verið neitt rosalegt djamm í gær. Ég var kominn heim um 3 leitið einsog einhver kona, sauðdrukkinn og vissi ekki hvað ég hét. En það var gaman svona framan af kvöldi, þá var sungið og spilað á gítar… nokkuð góð stemmning. En svo þurfti mar að fara að drekka of mikið og láta lífið einsog vitleysingur. En svona er þetta bara, held mar taki því bara rólega í kvöld og rúnti eða eitthvað.

En svona á meðan ég man, þá rakst ég á síðu fyrir ykkur Pearl Jam aðdáendur sem vilja að MTV Unplugged tónleikarnir með þeim sem voru haldnir árið 1992 í New York (rétt einsog Nirvana Unplugged tónleikarnir árið 1994) verði gefnir út á VHS og DVD. Verið er að safna undirskriftum til að senda MTV Networkinu, síðan er hér og mæli ég eindregið með því að sem flestir skrifi undir, því þetta á að vera eitt af þeirra bestu showum.