samræmt blogg…

Þá er komið mánudagskvöld og ég hafði ekkert betra að gera en að skella inn einu stk. spjallvegg hérna þar sem ég sá að menn voru farnir að nota gestabókina sem eins konar spjallvegg 😛 Vonandi að mannskapurinn sjái sér fært að nota þennan spjallvegg þar sem gestabókin er meira ætluð fyrir… ömm það sem nafnið felur í sér. Undirskriftir frá gestum sem koma á þessa síðu 😀 En allavega, spjallveggurinn er kominn hérna til hægri og hvet ég ykkur til að skrá ykkur á hann. En nóg um það.
Nú hefur ekki verið talað um annað í allan dag en þetta ‘rosalega’ samræmda stærðfræðipróf sem nemendur 10. bekkjar fóru í í morgun og allir rosalega óánægðir með hversu þungt prófið var. Ég fór á námsmat.is og leit á prófið og ég verð að segja einsog er að þetta er nokkuð strembið próf. Ég hef heyrt að það séu farnir af stað undirskriftalistar og læti og að menn ætli að kæra mann og annan… Well þetta er eitthvað sem ég ætla ekki að skipta mér af og veit hreinlega ekki af hverju ég er að skrifa um… ætli það sé af því að ég ‘þekki’ eina sem fór í þetta próf í morgun 😉 En allavega… ég er orðinn þreyttur maður og ætla að tölta uppá Brimó 33 og leggja mig 😛
Bið að heilsa og endilega kíkið á spjallvegginn :þ