tónlist

Hotel California

Hversu góð er hægt að vera? Gjörsamlega elska svona, en hún er í raun að spila öll hljóðfærin ásamt söng í þessari mögnuðu útgáfu af Hotel California, og minnir þetta mikið á Sungha Jung. Las mig aðeins til um þessa sænsku stelpu, Gabriella Quevedo að nafni, og kemur þá ekki í ljós að hún er inspired by Sungha Jung… jæja, best að þykjast kunna á gítar og fara æfa sig 🙂  

22/04/2015
More

ég er ástfanginn…

Já ég er ástfanginn… hún er æðisleg, frábær, yndisleg…. bara allt. Ég kem ekki orðum að því hvað ég elska hana mikið. Hún kom inn í líf mitt eins og þruma úr heiðkskýru lofti! Eins corny og þetta hljómar þá er þetta satt. Ég er gjörsamlega dolfallinn. Á bara ekki til orð til að lýsa aðdáun minni á henni! Ég hélt að þetta myndi aldrei gerast.. en jú, nýja platan frá MUSE hefur snert taugar hjá mér sem ég vissi ekki að væru til… ég fæ gææææææææææsahúð þegar ég hlusta á þessa plötu…. í hvert einasta sinn! Ég hvet ALLA...

12/11/2006
More

magnavaka…

Þá er maður staddur á Magnavöku hérna í skólanum og ég verð að segja eins og er að ég bjóst ekki við að sjá svona marga hérna. Ég og Arndís ákváðum að skella okkur og það er talað um að það séu yfir 100 manns hérna 🙂 og þegar þau nefndu það í sjónvarpinu að það væri Magnavaka í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum hélt ég að þakið ætlaði af skólanum, þvílík og önnur eins stemmning. Fengum líka að heyra svolítið skemmtilegt þar sem Guðrún eða hvað sem hún heitir sem stjórnar Magnavökunni á Skjá Einum sagði að krakkarnir í FÍV (við)...

06/09/2006
More