sumar

dugnaðurinn…

Jahérna hér… Aðeins 7 mánuðir frá síðustu færslu. Hvað getur maður sagt… Reyndar ætla ég að skýla mér á bakvið það að síðasta önn í skólanum var sú allra allra erfiðasta hingað til. Verkefnaálag og bara erfið fög! En nóg um það. Sumarið er barasta búið líka og þrátt fyrir að hafa lagt gríðarlega vinnu í og verið mjög svo tímanlega í að sækja um sumarstörf hjá hinum og þessum fyrirtækjum sem ég gæti mögulega fengið einhverjar reynslu á því sviði sem tengist mínu námi fékk ég ekkert nema “Takk fyrir að sækja um, en við höfum ráðið í allar...

01/09/2016
More

operation sumarstarf…

Það er ekki seinna vænna að fara huga að því hvað maður ætlar að gera af sér í sumar. Það eina sem við fjölskyldan höfum ákveðið er að það verður ekki farið til Eyja þetta sumarið. Við erum bæði komin á þann stað í náminu að best væri að fá vinnu tengda því sem fyrst og væri því æskilegast ef maður krækti í eitthvað starf sem byði upp á einmitt það, eða allavega möguleikann á að vinna sig upp í svoleiðis starf seinna meir. Já, ég er semsagt byrjaður að leita mér að starfi hjá fyrirtæki sem ég gæti mögulega...

29/01/2016
More

tyrkland…

Ég vildi bara kasta kveðju á liðið héðan frá Marmaris í Tyrklandi þar sem hitinn ræður algjörlega ríkjum. 32C° í skugganum klukkan 10 í morgun og vel yfir 40C° undir sólinni svo maður heldur sig bara inni við á þessum tíma dags, frá svona 12 á hádegi til 15 – 16. Annars er allt gott að frétta, smá bruni hér og þar en ekkert sem ræðst ekki við… enda komum við vel undirbúin. Um daginn kviknuðu skógareldar í fjallshlíðunum hérna rétt fyrir utan bæinn og lagði mikinn reyk yfir Marmaris auk þess sem mikil aska féll hér niður. Maður hefur nú aldrei...

01/07/2008
More

sumarið að mæta…

Já það er að koma sumar… reyndar komið samkvæmt dagatalinu en ég vil bíða aðeins lengur, allavega fram yfir próf. Það er nú þannig að ég klára próf 13. maí, nánar tiltekið á afmælisdaginn minn (tölum ekki meira um það). Svo tekur við sumarvinnan en það er nokkuð ljóst að mig mun ekki skorta atvinnu í sumar. Ég verð hjá Grími Kokk og með því mun ég svo vinna hjá Einari Birni um helgar í veislum og fleiru tilfallandi, en hann rekur núna veisluþjónustuna Einsa kalda. Þá kem ég einnig til með að vinna hjá þeim félögum á 24seven ehf,...

07/05/2008
More