skóli

dugnaðurinn…

Jahérna hér… Aðeins 7 mánuðir frá síðustu færslu. Hvað getur maður sagt… Reyndar ætla ég að skýla mér á bakvið það að síðasta önn í skólanum var sú allra allra erfiðasta hingað til. Verkefnaálag og bara erfið fög! En nóg um það. Sumarið er barasta búið líka og þrátt fyrir að hafa lagt gríðarlega vinnu í og verið mjög svo tímanlega í að sækja um sumarstörf hjá hinum og þessum fyrirtækjum sem ég gæti mögulega fengið einhverjar reynslu á því sviði sem tengist mínu námi fékk ég ekkert nema “Takk fyrir að sækja um, en við höfum ráðið í allar...

01/09/2016
More

operation sumarstarf…

Það er ekki seinna vænna að fara huga að því hvað maður ætlar að gera af sér í sumar. Það eina sem við fjölskyldan höfum ákveðið er að það verður ekki farið til Eyja þetta sumarið. Við erum bæði komin á þann stað í náminu að best væri að fá vinnu tengda því sem fyrst og væri því æskilegast ef maður krækti í eitthvað starf sem byði upp á einmitt það, eða allavega möguleikann á að vinna sig upp í svoleiðis starf seinna meir. Já, ég er semsagt byrjaður að leita mér að starfi hjá fyrirtæki sem ég gæti mögulega...

29/01/2016
More

fór í göngu með nýju myndavélina…

Haldiði að maður hafi ekki bara tekið sig til og farið í göngu í Elliðaárdalnum í vikunni, en tilefnið var auðvitað að Þórhallur bróðir kom með nýju Canon EOS 50D myndavélina mína til landsins um síðustu helgi. Auðvitað varð ég að prufukeyra gripinn og varð Elliðaárdalurinn fyrir valinu, þar sem hann er svona stysta leið í náttúru hér á höfuðborgarsvæðinu að ég held. Fór út á mánudagseftirmiðdegi og náði nokkrum góðum skotum, aðallega af fuglum. Mikið rosalega er hressandi að skella sér í svona smá göngu og ekki skemmdi veðrið fyrir, enda var fullt af fólki að hreyfa sig þarna....

12/03/2009
More

borg óttans…

Jæja þá er maður búinn að koma sér fyrir í höfuðborg eymdar og volæðis, nánar tiltekið á Langholtsveginum hjá Sigga bró. Hingað er ég kominn í leit að menntun, en ég hef skráð mig á tæplega fjögurra vikna námskeið í kerfisstjórnun hjá Tölvuskólanum iSoft – Þekking, svokallað grunnnám. Fyrsti ‘skóladagurinn’ er í fyrramálið klukkan 8:30 og verður skóli alla virka daga til og með 20. mars næstkomandi og þarf ég því að dúsa í Reykjavíkinni í tæpan mánuð (að einni helgi undanskilinni sem Thelma hefur heimtað að fá mig til Eyja =) Ég hef barasta góða tilfinningu fyrir þessu námskeiði...

24/02/2009
More