samgöngur

erum við að stranda?

Ég held ég hafi aldrei talað um Bakkafjörumálið svokallaða hérna á blogginu, en eftir miklar umræður í fjölmiðlum (allavega hér í Eyjum) upp á síðkastið verð ég bara að fá að tjá mig um þetta stórmikilvæga mál sem snertir okkur öll sem hér á þessari eyju búum. Nú er mikið rætt um undirskriftalista sem Magnús Kristinsson stendur fyrir á heimasíðunni ströndumekki.is þar sem um 2800 manns hafa skráð sig þegar þetta er skrifað. Ég renndi augunum í fljótu bragði yfir listann og gat ekki betur séð en að fólk sé að skrá börnin sín þarna (þá meina ég ungabörn) sem...

15/04/2008
More