reykjavík

reykjavík, taka 2…

Jæja þá er maður bara fluttur aftur í borg óttans. Thelma skellti sér í næringarfræði í HÍ og ég leitaði og leitaði að vinnu hérna fyrstu 2 vikurnar… var svo boðaður í nokkur viðtöl og endaði á að fá þessa líka fínu vinnu hjá Tæknibæ (computer.is) í Skipholtinu og líkar svona líka vel. Er þar á verkstæðinu og er nóg að gera, sem er mjög gott. Við erum búin að vera hér í tæpa 2 mánuði og líkar bara ágætlega. Thelma var ein af fáum sem fékk inn á stúdentagarðana svo við sleppum ágætlega leigulega séð. Við fengum meira að...

27/10/2011
More

fór í göngu með nýju myndavélina…

Haldiði að maður hafi ekki bara tekið sig til og farið í göngu í Elliðaárdalnum í vikunni, en tilefnið var auðvitað að Þórhallur bróðir kom með nýju Canon EOS 50D myndavélina mína til landsins um síðustu helgi. Auðvitað varð ég að prufukeyra gripinn og varð Elliðaárdalurinn fyrir valinu, þar sem hann er svona stysta leið í náttúru hér á höfuðborgarsvæðinu að ég held. Fór út á mánudagseftirmiðdegi og náði nokkrum góðum skotum, aðallega af fuglum. Mikið rosalega er hressandi að skella sér í svona smá göngu og ekki skemmdi veðrið fyrir, enda var fullt af fólki að hreyfa sig þarna....

12/03/2009
More

borg óttans…

Jæja þá er maður búinn að koma sér fyrir í höfuðborg eymdar og volæðis, nánar tiltekið á Langholtsveginum hjá Sigga bró. Hingað er ég kominn í leit að menntun, en ég hef skráð mig á tæplega fjögurra vikna námskeið í kerfisstjórnun hjá Tölvuskólanum iSoft – Þekking, svokallað grunnnám. Fyrsti ‘skóladagurinn’ er í fyrramálið klukkan 8:30 og verður skóli alla virka daga til og með 20. mars næstkomandi og þarf ég því að dúsa í Reykjavíkinni í tæpan mánuð (að einni helgi undanskilinni sem Thelma hefur heimtað að fá mig til Eyja =) Ég hef barasta góða tilfinningu fyrir þessu námskeiði...

24/02/2009
More

nýtt ár…

Jæja góðan daginn, hvað segir fólkið? Langt síðan síðast eins og svo oft áður… Jólin eru búin og mikið hafði maður það nú gott. En nú er komið nýtt ár og skólinn byrjaður á ný. Ég er í 19 einingum og stefni á útskrift næstu jól, en segi það nú samt með fyrirvara um breytingar… 😛  Ég ákvað að bregða út af vananum þennan þrettándann og skella mér til Reykjavíkur þar sem Þórir, kærastinn hennar Elenu var að halda upp á 30 ára afmælið sitt. Fínt að breyta aðeins til og var mjög gaman í þessari afmælisveislu, sem var vægast sagt...

14/01/2008
More