fjölskyldan

nýtt ár…

Þá er nýtt ár gengið í garð (og reyndar svolítið síðan) en mitt eina áramótaheit, ef áramótaheit skal kalla, var að koma með tíðari uppfærslur hérna inn. Það byrjar ekkert svakalega vel… En af okkur litlu fjölskyldunni í Grafarholtinu er allt gott að frétta. Sú stutta vex og dafnar á leikskólanum eins og við var að búast og allt komið á fullt hjá okkur foreldrunum í skólanum. Það styttist í tveggja ára afmælið hjá Elenu Rut og erum við mikið spennt fyrir því enda ótrúlegt að það séu komin tvö ár síðan hún mætti á svæðið! Ég gæti haldið endalaust...

22/01/2016
More

nýtt ár…

Jæja góðan daginn, hvað segir fólkið? Langt síðan síðast eins og svo oft áður… Jólin eru búin og mikið hafði maður það nú gott. En nú er komið nýtt ár og skólinn byrjaður á ný. Ég er í 19 einingum og stefni á útskrift næstu jól, en segi það nú samt með fyrirvara um breytingar… 😛  Ég ákvað að bregða út af vananum þennan þrettándann og skella mér til Reykjavíkur þar sem Þórir, kærastinn hennar Elenu var að halda upp á 30 ára afmælið sitt. Fínt að breyta aðeins til og var mjög gaman í þessari afmælisveislu, sem var vægast sagt...

14/01/2008
More

styttist og styttist…

Það er aldeilis sem þessi blessaði tími líður. Nóvember er um það bil hálfnaður og það þýðir bara eitt, jólin eru á næsta leiti. Það er nú reyndar alveg einn og hálfur mánuður síðan maður sá fyrstu jóla auglýsinguna, þar sem Garðlist eða hvaða fyrirtæki það var auglýsti í gríð og erg jólaskreytingaþjónustu og að fólk ætti að panta tímanlega fyrir jólin. Mér hefur reyndar alltaf þótt hund leiðinlegt að jólaskreyta en kommon… ráða menn í vinnu við að skreyta húsið sitt? Ég hugsa allavega að það væri eitt af því síðasta sem mér dytti í hug… alveg sama hversu...

12/11/2007
More

gamalt og gott…

Það hefur verið mjög sérstakt andrúmsloft á Brimhólabraut 1 þessa dagana, þar sem mamma er búin að vera á fullu í að sortera gamlar myndir sem hún var búin að ‘týna’ og koma þeim í albúm. Ég hef gefið mér smá tíma til að skoða eitthvað af þessu ógrynni sem hún móðir mín hefur tekið af myndum í gegnum tíðina, og þá aðallega frá því þegar við bjuggum á Búhamrinum góða. Ég verð nú bara að segja það að ef ríkidæmi væri metið í minningum á borð við ljósmyndir og alls kyns dót og drasl sem við krakkarnir höfum komið...

27/10/2007
More