fjármál

ísland, best í heimi…

“Gaman” að segja frá því að Ísland er nú komið á lista með löndum á borð við Venesúela, Gíneu, Líberíu, Rúanda, Eþíópíu, Írak, Íran, Afganistan, Úzbekistan, Sri Lanka og Myanmar (Búrma) yfir ríki sem búa við meira en 15% verðbólgu. Hvað ætli við dettum langt niður á þessum lista þegar hann kemur næst út? Getið séð verðbólgu allra landa heims á myndinni hér fyrir neðan (Þetta eru reyndar allavega árs gamlar upplýsingar frá Íslandi þar sem við erum skráð með 2-5% verðbólgu). Það verður fróðlegt að sjá hvort verðbólguspá Seðlabankans haldist óbreytt… Kannski maður fylgi tískunni og selji einhverjum útlending...

29/10/2008
More

já komiði sæl og blessuð…

Ég ætla bara að byrja þessa færslu á því að sleppa því að reyna að finna ástæður fyrir bloggleysinu síðastliðna mánuði, já ég sagði mánuði! Síðasta færsla var skrifuð í Tyrklandi í sumar og í sjálfu sér lítið merkilegt búið að ske síðan þá og nenni ég engan veginn að fara að tíunda það hér núna. Hins vegar er gaman að segja frá því að ég skellti mér í að finna nýtt útlit á síðuna og hefur það nú litið dagsins ljós. Ég kem að sjálfsögðu hvergi nærri því að hanna eða smíða þetta útlit, heldur ræni því bara og...

24/10/2008
More