ferðalög

tyrkland…

Ég vildi bara kasta kveðju á liðið héðan frá Marmaris í Tyrklandi þar sem hitinn ræður algjörlega ríkjum. 32C° í skugganum klukkan 10 í morgun og vel yfir 40C° undir sólinni svo maður heldur sig bara inni við á þessum tíma dags, frá svona 12 á hádegi til 15 – 16. Annars er allt gott að frétta, smá bruni hér og þar en ekkert sem ræðst ekki við… enda komum við vel undirbúin. Um daginn kviknuðu skógareldar í fjallshlíðunum hérna rétt fyrir utan bæinn og lagði mikinn reyk yfir Marmaris auk þess sem mikil aska féll hér niður. Maður hefur nú aldrei...

01/07/2008
More

styttist og styttist…

Það er aldeilis sem þessi blessaði tími líður. Nóvember er um það bil hálfnaður og það þýðir bara eitt, jólin eru á næsta leiti. Það er nú reyndar alveg einn og hálfur mánuður síðan maður sá fyrstu jóla auglýsinguna, þar sem Garðlist eða hvaða fyrirtæki það var auglýsti í gríð og erg jólaskreytingaþjónustu og að fólk ætti að panta tímanlega fyrir jólin. Mér hefur reyndar alltaf þótt hund leiðinlegt að jólaskreyta en kommon… ráða menn í vinnu við að skreyta húsið sitt? Ég hugsa allavega að það væri eitt af því síðasta sem mér dytti í hug… alveg sama hversu...

12/11/2007
More

kominn heim, og það fyrir löngu…

Já við komum heim frá útlöndunum á fimmtudaginn í síðustu viku. Það hefur verið nóg að gera hjá manni eftir það að heilsa upp á fólkið, taka upp úr töskum, taka til eftir það og vinna. Svo var auðvitað Eyjafest hérna um helgina, en Árni Óli & Hjörtur tóku sig til og skipulögðu heila helgarskemmtun hérna í Eyjum þar sem þeir fengu til liðs við sig nokkrar af efnilegustu rokkhljómsveitum landsins og var þessu öllu saman troðið saman í dagskrá sem teygði sig frá föstudegi til aðfaranótt sunnudags. Þar sem ég var að vinna á föstudaginn komst ég ekki fyrr...

30/05/2007
More

london á morgun…

Þá er síðasti dagurinn okkar í Frakklandi runninn upp. Við vöknuðum aðeins fyrr en venjulega þar sem Guðný er í fríi í allan dag og það var ýmislegt sem þurfti að gera í dag. Olga er komin í feita yfirvigt og þurfti að kaupa auka tösku undir allt DRASLIÐ sitt, já ég sagði draslið 😉 Svo erum við að fara til Ítalíu núna í þessum töluðu orðum. Ég ákvað að henda inn mínum síðustu orðum í Frakklandi þar sem við höldum til London til Þórhalls og Hrundar klukkan 11 í fyrrmálið. Þar verðum við svo þangað til á fimmtudaginn, en...

21/05/2007
More