danmörk

ljósmyndarinn ég…

Ég tók mig til og verslaði mér eitt stk. Canon EOS 350D myndavél í fríhöfninni þegar við Bergdís skelltum okkur í vikuferð til Köben í ásamt og í boði tengdó. Þetta hefur alltaf verið gamall draumur að kaupa mér svona alvöru myndavél og ég sé svo sannarlega ekki eftir því að hafa keypt hana. Ég er búinn að vera að taka myndir síðan ég fékk vélina í hendurnar, eða kannski síðan ég fékk linsuna í hendurnar… þar sem ég keypti ekki standard linsuna með vélinni af því Þórhallur bróðir ætlar að vera svo góður að senda mér sína, sem hann...

17/07/2006
More

einn kaldur…

Mikið er nú gott að setjast niður með lappann í fanginu og opna sér einn ískaldann mjöður eftir langan vinnudag. Maður róast svo niður og fer að hugsa um allt og ekkert. Mér varð hugsað til Þjóðhátíðar, fór inn á dalurinn.is, og viti menn… það er búið að ráða 2 aðal hljómsveitirnar og greinilega allt að ske í þeim málum! 😉 Í Svörtum Fötum & Á Móti Sól verða 2 af þrem stóru hljómsveitunum þetta árið, en þeir eiga eftir að finna/semja við þá þriðju sem mun einnig spila á Húkkaranum. Vá hvað mig er farið að hlakka til.. Svo...

04/04/2006
More