bíó

rólegheit…

Þessi helgi var nú bara tekin rólega. Tók að mér að fara upp á Selfoss með krakkana úr Féló á landsfund félagsmiðstöðva á laugardagsmorgun og átti að koma aftur samdægurs, en ákvað að framlengja ferðina til mánudags og kíkja í bæinn. Það sem einkenndi þessa annars ágætu ferð mína til borgar ótta og volæðis var rólegheit og chill í faðmi fjölskyldunnar heima hjá Elenu systir. Fór svo í gær með Sigga bró á TMNT eða Teenage Mutant Ninja Turtles, en við vorum forfallnir Turtles aðdáendur þegar við vorum yngri.. bara gaman að sjá þessa mynd 🙂 Skellti mér svo heim...

02/04/2007
More

gleðilegt sumar – eða eitthvað…

Já það er komið sumar, allavega samkvæmt dagatalinu. Það hefur þónokkuð á daga mína drifið síðan síðast, enda töluverður tími síðan ég bloggaði og tel ég það nú orðið svart þegar fólk eins og Gulla og Andri tvíburi eru farin að reka á eftir manni í blogginu 😀 En já, ég skellti mér á dEUS tónleika uuuu… já einhverntíman í byrjun apríl. Þeir voru á Nasa en það var alveg hrúga af liði sem kom á þessa tónleika frá Eyjum. Hitti þarna Árna Óla & Arndísi ásamt fleiru fríðu fólki. Ég verð að játa að ég hef ekki farið á...

22/04/2006
More

rólegheit og leti…

Þessi helgi fer nú á spjöld sögunnar í mínum bókum, þar sem ég er örugglega að setja persónulegt met í fáum bjórum innbyrgt yfir heila helgi. Það hafa svo mikið sem 2 bjórar runnið ljúflega niður þessa helgi og býst ég fastlega við að þeir verði ekki fleiri… 😛 Mamma og pabbi eru búin að vera í bænum núna frá því á fimmtudaginn og eru eitthvað að stússast í eldhúsinnréttingum og tækjum, þar sem þau eru nú að byrja á að gera upp eldhúsið á Brimhólabraut 1. Ég og Bergdís erum búin að fara tvisvar út að borða með þeim,...

15/10/2005
More

skrýtið sms…

Ég fékk svolítið fyndið sms í dag. Eða kannski ekki fyndið, heldur frá hverjum það var. Smsið var þess efnis að Síminn væri að bjóða viðskiptavinum sínum sem eru í áskrift og búa í Eyjum 120 fríar mínútur á dag innan kerfis Símans ef þú hringi í Vestmannaeyjum. Kannski ekki óvenjulegt sms, hefði ég fengið það frá Vit.is eða einhverju svoleiðis. Nei, ég fékk það úr bara einhverju númeri og þegar ég tékkaði á símaskrá.is kom í ljós að sá sem sendi mér þetta heitir Þórir og er verkfræðingur úr Kópavogi… wtf? Hvað er hann að láta mig vita af...

19/09/2005
More