ársgömul skvísa…
Í dag er eitt ár liðið frá því ég upplifði stærsta og eftirminnilegasta atburð ævi minnar, fæðingu dóttur minnar. 29. janúar 2014 var ég í skólanum eins og svo oft áður og Thelma Rut komin góða 8 daga fram yfir settan dag og vorum við (eða allavega ég) bara búin að sætta okkur við að hún yrði sett af stað 2 vikum frá settum degi að mig minnir. Hún hafði reglulega fengið verki og samdrætti á þessum tíma en aldrei staðið nógu lengi yfir eða orðið nógu stutt á milli. Tæknitröllið var meira að segja komið með app í símann til...