Kings of Leon…
Kings of Leon eru mættir á klakann og spila í Nýju Laugardalshöllinni í kvöld. Fyrsta sinn sem hljómsveitin spilar hér á landi og ég verð að viðurkenna að ég varð smá spenntur þegar ég heyrði af því að þeir væru á leiðinni, en þegar ég sá verðin sem eru í gangi var fljótlega tekin ákvörðun um að sniðganga þetta. Um þrjú verðsvæði verður að ræða og er verðið sem hér segir:Golden Circle: 24.990 kr.A svæði: 19.990 kr.B svæði: 14.990 kr. Síðustu tónleikar sem ég fór á voru í Hyde Park í London sumarið 2011 þar sem meðal annarra komu fram...