nýtt ár…

Þá er nýtt ár gengið í garð (og reyndar svolítið síðan) en mitt eina áramótaheit, ef áramótaheit skal kalla, var að koma með tíðari uppfærslur hérna inn. Það byrjar ekkert svakalega vel… En af okkur litlu fjölskyldunni í Grafarholtinu er allt gott að frétta. Sú stutta vex og dafnar á leikskólanum eins og við var að búast og allt komið á fullt hjá okkur foreldrunum í skólanum. Það styttist í tveggja ára afmælið hjá Elenu Rut og erum við mikið spennt fyrir því enda ótrúlegt að það séu komin tvö ár síðan hún mætti á svæðið! Ég gæti haldið endalaust...

22/01/2016
More

raunveruleikinn…

Rakst á ansi skemmtilegar myndir sem lýsa svolítið ástandinu á Kristnibrautinni síðustu daga með lítinn herforingja við völd, sem stækkar og þroskast svo hratt og vill meina að heimurinn eigi að snúast í kringum sig…

20/10/2015
More

„Líf þitt rúmast því miður ekki innan fjárlaga“

Í gær féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem íslenska ríkið var sýknað af kröfu Fanneyjar Bjarkar Ásbjörnsdóttur, en Fanney stefndi ríkinu eftir að henni var synjað um lífsnauðsynlega lyfjameðferð við lifrarbólgu C. Fanney smitaðist af sjúkdómnum við blóðgjöf á sjúkrahúsi eftir barnsburð fyrir rúmum 30 árum. Ríkið sýknað af stefnu Fanneyjar Bjarkar í Héraðsdómi Ég las stuttlega yfir dóminn og blöskraði þegar mér varð ljós raunveruleg ástæða þess að henni er synjað um þessi lyf. Peningar. Við erum að tala um það að íslenska ríkið hefur nú loksins opinberlega verðlagt mannslíf. Þótt ekki sé hægt að greina nákvæma tölu þá...

19/09/2015
More

should I stay or should I go…

Maður sér meira og meira af greinum eins og þessari, og þessari hér á fréttamiðlunum og bloggsíðum núorðið… ástandið hér á Íslandi er ekki mjög byssulegt fyrir ungt fólk sem vill kaupa sér fasteign og hef ég (já og Thelma:) hugsað mikið um hvað taki við eftir nám hjá okkur. Í fyrstu vorum við staðráðin í að flytja aftur til Eyja ef færi gæfist að námi loknu en nú er maður ekki svo viss. Okkur langar að prófa að búa erlendis og höllumst eiginlega mest að því í dag að það verði niðurstaðan. Við þekkjum nokkra sem búa núna erlendis...

16/08/2015
More