nýtt ár…
Þá er nýtt ár gengið í garð (og reyndar svolítið síðan) en mitt eina áramótaheit, ef áramótaheit skal kalla, var að koma með tíðari uppfærslur hérna inn. Það byrjar ekkert svakalega vel… En af okkur litlu fjölskyldunni í Grafarholtinu er allt gott að frétta. Sú stutta vex og dafnar á leikskólanum eins og við var að búast og allt komið á fullt hjá okkur foreldrunum í skólanum. Það styttist í tveggja ára afmælið hjá Elenu Rut og erum við mikið spennt fyrir því enda ótrúlegt að það séu komin tvö ár síðan hún mætti á svæðið! Ég gæti haldið endalaust...