fór í göngu með nýju myndavélina…

Haldiði að maður hafi ekki bara tekið sig til og farið í göngu í Elliðaárdalnum í vikunni, en tilefnið var auðvitað að Þórhallur bróðir kom með nýju Canon EOS 50D myndavélina mína til landsins um síðustu helgi. Auðvitað varð ég að prufukeyra gripinn og varð Elliðaárdalurinn fyrir valinu, þar sem hann er svona stysta leið í náttúru hér á höfuðborgarsvæðinu að ég held. Fór út á mánudagseftirmiðdegi og náði nokkrum góðum skotum, aðallega af fuglum. Mikið rosalega er hressandi að skella sér í svona smá göngu og ekki skemmdi veðrið fyrir, enda var fullt af fólki að hreyfa sig þarna. Ætla að láta fylgja með eina mynd, en restin af myndunum er inná flickR-inu mínu.

Taking a swim

Annars er bara gott að frétta af mér héðan úr Reykjavíkinni. Námskeiðið er rúmlega hálfnað og gengur bara vel, hefði verið betra fyrir Vestmannaeyinginn mig að hafa skólann allan daginn í 2 vikur í staðinn fyrir hálfan daginn í 4 vikur en þeir eru væntanlega að hugsa um hinn vinnandi mann hér í Reykjavíkinni, þótt helmingurinn sem er með mér hérna á námskeiðinu séu atvinnulausir… Svona er bara staðan í dag, nú reyna menn að ná sér í menntun til að eiga meiri möguleika á vinnu og þá kannski betri vinnu seinna meir. Maður má eiginlega bara þakka fyrir að hafa vinnu…

Annars er ég á leiðinni heim til Eyja á morgun og get ekki beðið! Er búinn að vera í bænum í tæpar 3 vikur og það kalla ég bara nokkuð gott fyrir mig að höndla 🙂 Það er víst nóg að gera en það er bæði ball í Höllinni og eitthvað DJ kvöld á Prófastinum á laugardaginn svo það er spurning hvað maður gerir… Jæja, pásan búin – læra meira!

3 comments

  1. Ekkert smá flottar myndir 🙂 þvílíkur munur á vélunum. En ég hlakka til að fá þig tiol Eyja á morgun :*

  2. Hvað á eiginlega að lifa lengi á þessari myndavélagöngu?

Comments are closed.