borg óttans…

Jæja þá er maður búinn að koma sér fyrir í höfuðborg eymdar og volæðis, nánar tiltekið á Langholtsveginum hjá Sigga bró. Hingað er ég kominn í leit að menntun, en ég hef skráð mig á tæplega fjögurra vikna námskeið í kerfisstjórnun hjá Tölvuskólanum iSoft – Þekking, svokallað grunnnám.

Fyrsti ‘skóladagurinn’ er í fyrramálið klukkan 8:30 og verður skóli alla virka daga til og með 20. mars næstkomandi og þarf ég því að dúsa í Reykjavíkinni í tæpan mánuð (að einni helgi undanskilinni sem Thelma hefur heimtað að fá mig til Eyja =) Ég hef barasta góða tilfinningu fyrir þessu námskeiði og vonast til að læra alveg hreint heilan helling sem mun koma til með að nýtast mér vel hjá Samma…

Námskeiðið er þó því miður bara fyrir hádegi svo ég mun þurfa að finna mér eitthvað að gera hér eftir klukkan 12… en auðvitað tók ég með mér myndavélina svo það verður kannski ekki svo erfitt, svo var Sammi svo góður að lána mér eitt stykki ferðavél til að hafa í náminu… þar sem mín er auðvitað steindauð, og það fyrir löngu.

Jæja, best að henda sér í bólið til að vera hress fyrsta skóladaginn!

2 comments

Comments are closed.