myndavélafjör…

Jæja ætli maður verði ekki að henda inn allavega einni færsu áður en janúar klárast. Ingólfur lille bro átti afmæli í gær og vil ég óska honum hjartanlega til hamingju með 19. árið.

Það sem meðal annars hefur á daga mína drifið í þessum blessaða janúarmánuði er aðallega vinna og aftur vinna. Mikið er nú gaman að vinna við það sem maður hefur áhuga á. Ég held ég geti sagt það í fyrsta skipti á ævinni að ég sé kominn í vinnu sem ég gæti séð mig vinna við í framtíðinni… og það er mjög stórt skref fyrir mig! Og ekki skemmir fyrir þegar yfirmaðurinn segir við mann:

“Einir við þurfum svo að setjast niður saman og finna námskeið sem þig langar á til að auka þekkingu þína á tölvum/viðgerðum/netkerfum eða bara því sem þig langar að læra meira um.”

Ég er búinn að vera að leita mér upplýsinga á netinu um svona námskeið og held ég hafi meira að segja fundið eitt bitastætt sem reyndar hefst strax í lok næsta mánaðar, spurning hvort fyrirvarinn sé nægur – en það kemur bara í ljós.

Í öðru lagi varð ég ástfanginn af nýrri myndavél ekki alls fyrir löngu, kærustunni til mikillar ánægju. Nei ég segi svona, held hún sé alveg semí sátt bara. Canon EOS 50D er á góðri leið með að verða mín ásamt nýrri EF-S 17-85mm linsu sem verður góð viðbót í safnið.

 

Canon EOS 50D
Canon EOS 50D

Annars er held ég bara allt gott að frétta, það er kominn flöskudagur – mér finnst reyndar bara alltaf vera helgi. Ég sit hérna niðrí Féló, búinn að vera í vinnu síðan 8 í morgun og ætla bara að taka því rólega í kvöld… Thelma komin með hita og svona svo ég held það sé bara vídjógláp og nammi… spara sig fyrir morgundaginn. Jæja ætla ekki að hafa þetta lengra…

(Vúhú, mér tókst að blogga ekki um ástandið á Íslandi í dag! Get reyndar ekki lofað því að það næsta verði það ekki heldur… það er ýmislegt sem maður vill tjá sig um!)

1 comment

  1. Thelma: Heyrðu ég er bara mjög sátt með þessa myndavél 🙂

Comments are closed.