vafasöm vinnubrögð…

Ég hef lengi vitað til þess að fólk í tæknigeiranum og þá kannski sérstaklega þeir sem selja þjónustu tengda honum og vörur hafa notfært sér almenna vanþekkingu almennings á þessum málum öllum saman… Til að mynda gæti góður sölumaður sannfært ‘gamlan kall’ sem ekki veit betur um að hann þurfi nauðsynlega flottasta skjákortið og dýrasta örgjörvann til að nota Skype eða MSN til að halda sambandi við börn sín eða barnabörn úti í heimi… án þess að hann greyið maðurinn hefði hugmynd um að hann gæti sloppið mun ódýrar út úr þessum pakka. Reyndar þarftu að vera svolítið mikið kvikindi til að notfæra þér vankunnáttu einhvers svona, en ég lenti í svipaðri stöðu þegar ég skrapp til Reykjavíkur síðustu helgi. Þar ætlaði ég meðal annars að kaupa mér prentara og var staddur í Elkó, hafði valið mér þennan líka fína Canon PIXMA MP620 ljósmyndaprentara með þráðlausu neti og ég veit ekki hvað og hvað…

Nema þegar ég hafði ákveðið mig fór sölumaðurinn að reyna að pranga inn á mig alls kyns drasli sem hann sagði að ég nauðsynlega þyrfti með prentaranum og meðal þess sem hann bauð mér var USB kapall og blekhylki í prentarann. Ég spurði hvort það fylgdi ekki með og sagði hann að USB kapallinn fylgdi ekki með og blekið sem kæmi með prentaranum væri bara sýnishorn,  svo ég tók kapalinn og blekið og var á leið að borga þegar ég ákvað að lesa aðeins á kassann. Þar kom glögglega fram að þessi tiltekni USB kapall fylgdi og að blekhylkin væru í fullri stærð, þ.e.a.s. eins og þau sem þú kaupir. Þarna sparaði ég mér hátt í 10.000 krónur og þó ég viti til þess að ég þurfi að kaupa blek seinna meir þá hef ég ekkert með blek að gera fyrr en það sem ég hef klárast. Þetta finnst mér afar vafasöm vinnubrögð hjá svona stóru fyrirtæki sem gerir út á að hafa kúnnann ánægðan (sbr. verðvernd, auglýsingavernd og 30 daga skilaréttur).

Hins vegar sló botninn úr þegar ég heyrði af markaðsherferð TALs, en þeir eru nú að herja á Vestmannaeyjar símleiðis og bjóða fólki ódýrari síma og net. Það væri þó ekki frásögu færandi nema fyrir það markhópurinn er víst eldra fólk og kynna þeir sig sem starfsmenn Símanns og bjóða betri díl í þeirra nafni. Það er klárlega brot á lögum og ef þetta er satt hljóta Símamenn að gera eitthvað í þessu…

Pabbi var einn þeirra sem ‘gekk í gildruna’ hjá TAL og tók þessu tilboði, en þeim láðist að segja honum frá því að þetta væri 6 mánaða bindandi samningur sem kostar 8000 krónur að rifta, og að flutningsgjald á ADSLi og síma til þeirra kosti um 4000 krónur á hvert númer/tengingu. Auk þess erum við búin að bíða núna í fjóra daga eftir að fá netið inn, en það var að detta inn núna – nema það að við fengum notaðan router og þráðlausa netið rétt dregur 1-2 metra frá routernum… í guðanna bænum ekki fá ykkur TAL.

1 comment

  1. Ég er með TAL líka þar sem þeir buðu best, er með 12mb tengingu, heimasíma og 2 gsm á ágætis díl. Við erum reyndar á öðrum routernum frá þeim og ég slökkti á þráðlausa netinu því það var vita vonlaust. Notaði bara gamla routerinn áfram til að viðhalda þráðlausu 😛 En nú getum við hringt frítt í hvorn annan!

Comments are closed.