já komiði sæl og blessuð…

Ég ætla bara að byrja þessa færslu á því að sleppa því að reyna að finna ástæður fyrir bloggleysinu síðastliðna mánuði, já ég sagði mánuði! Síðasta færsla var skrifuð í Tyrklandi í sumar og í sjálfu sér lítið merkilegt búið að ske síðan þá og nenni ég engan veginn að fara að tíunda það hér núna.

Hins vegar er gaman að segja frá því að ég skellti mér í að finna nýtt útlit á síðuna og hefur það nú litið dagsins ljós. Ég kem að sjálfsögðu hvergi nærri því að hanna eða smíða þetta útlit, heldur ræni því bara og nota eins og mér sýnist… Ég fór einnig í það að íslenska kerfið sem ég er að nota og er ég svolítið villtur í þessu blessaða íslenska kerfi þessa stundina. Orð eins og hliðarstika, íbætur og uppnýja skrá er eitthvað sem maður er engan veginn vanur því að sjá og þyrfti ég helst að hafa Má nokkurn Jónsson mér við hlið svona á meðan ég er að venjast þessu allavega…

Ég nenni engan veginn að skrifa um kreppuna sem tröllríður öllum fjölmiðlum og bloggum eins og er… ég vil bara segja að sjaldan hef ég verið jafn feginn að eiga engan sparnað í sjóðum eða hlutabréfum eins og komst í tísku fyrir nokkrum árum. Hins vegar sit ég uppi með bíl á myntkörfuláni að hálfu… sem ég er allt annað en sáttur við, þakka bara guði fyrir að hafa ekki farið út í íbúðarkaup eins og ég ætlaði mér fyrr á þessu ári. En nóg um það… ég er kominn aftur, með nýtt andlit (look) og munu skrif hér því að öllum líkindum verða tíðari en síðustu mánuði, enda væri annað erfitt.

5 comments

  1. Vertu nú duglegur að blogga Einir minn ;* Þetta gengur ekki að skrifa bara tvisvar á ári 😉

  2. Ég var búinn að afskrifa þig en datt svo inná síðuna þína í von um nýja færslu 🙂 Keep them cummin 😉

    ps. Helvíti flott look… Var einmitt að breyta minni í gær.

  3. ojj hvað þetta er ljótt!!! Djók geggjó flott 🙂

Comments are closed.