ísland, best í heimi…

“Gaman” að segja frá því að Ísland er nú komið á lista með löndum á borð við Venesúela, Gíneu, Líberíu, Rúanda, Eþíópíu, Írak, Íran, Afganistan, Úzbekistan, Sri Lanka og Myanmar (Búrma) yfir ríki sem búa við meira en 15% verðbólgu. Hvað ætli við dettum langt niður á þessum lista þegar hann kemur næst út? Getið séð verðbólgu allra landa heims á myndinni hér fyrir neðan (Þetta eru reyndar allavega árs gamlar upplýsingar frá Íslandi þar sem við erum skráð með 2-5% verðbólgu). Það verður fróðlegt að sjá hvort verðbólguspá Seðlabankans haldist óbreytt… Kannski maður fylgi tískunni og selji einhverjum útlending bílinn sinn bara, nóg er víst af þeim hér á landi eins og er.

Verðbólga í heiminum
Verðbólga í heiminum