ætti að vera…

…að læra undir sálfræðipróf núna en eins og svo oft áður leitar hugurinn eitthvað allt annað. Ég er náttúrulega evrópumeistari í að finna mér eitthvað annað, mjög svo tilgangslaust að gera í staðinn fyrir jafn yndislegan hlut og að læra undir próf! Í þessu tilfelli er það MSN og að slæpast á veraldarvefnum…

En í dag er bolludagur og ég var að fatta það að ég hef ekki innbyrt eina einustu bollu… og mér er eiginlega bara alveg sama. Hef yfirleitt skellt einu stykki framan í mig eða svo bara svona til að vera með, en ekki í dag. Það er kannski bara fínt, allavega miðað við ‘næringargildið’ í þessum kvikindum…

Svo var Slingerinn að tilkynna mér það að ég hafi verið tilnefndur í könnun á síðunni hans. Kíkti þangað og kom í ljós að ég hef verið tilnefndur í tveimur mjög svo mismunandi flokkum, annars vegar sem bloggari ársins 2007 – og hins vegar sem versta bloggsíðan árið 2007. Ég veit ekki hvora tilnefninguna ég er ánægðari með… ef ég myndi vinna bloggara ársins yrði sett pressa á mig sem ég yrði að standa undir um að blogga reglulega og þá um eitthvað af viti. Það vita það allir sem mig þekkja að ég er bara ekki þannig. Hins vegar ef ég myndi vinna verstu bloggsíðuna væri engin pressa, “já þetta var kosin versta bloggsíðan 2007… hann má þetta alveg”. Það væri kannski meira minn kaffibolli… en allavega, skellið ykkur endilega yfir til Slingersins og kjósið í þessum mjög svo skemmtilegu könnunum… 🙂

Ég ætla að fara að koma mér í lærdómsstuð… ekki veitir af