pirringur!

Djöfull getur maður orðið ógeðslega pirraður þegar maður horfir á íslenska landsliðið í handbolta spila. Alltaf dettur maður í þá gryfju að gera sér vonir um að þeir hysji upp um sig buxurnar í þetta skiptið og nái að snúa við blaðinu á ‘þessu móti’. Ég veit að maður á ekki að vera að gera sér of miklar vonir en maður gerir það nú samt og verður svo viðbjóðs pirraður það sem eftir lifir kvölds, og jafnvel bloggar um það í reiði sinni. Ég er viss um að nú streymir inn á moggabloggið ‘pirrbloggum’ frá hinum og þessum misgáfuðum manninum (og konunum, ef það skyldu einhverjir feministar vera að lesa 🙂 )

mbl.is

Einstaklega fagleg vinnubrögð á mbl.is – fyrirsögnin komin áður en leikurinn kláraðist (kannski skiljanlegt í þessum leik reyndar)

En jæja, ætla að hætta  að velta mér upp úr þessu… nú fer maður allavega ekki fullur eftirvæntingar í næstu leiki. 

4 comments

  1. Já ég veit það… en ekki segja mér að þú hafir ekki orðið pirruð Ólöf! 😉

  2. Jú ég verð að viðurkenna ég var það. En ekki í dag 😀

Comments are closed.