nýtt ár…

Jæja góðan daginn, hvað segir fólkið? Langt síðan síðast eins og svo oft áður… Jólin eru búin og mikið hafði maður það nú gott. En nú er komið nýtt ár og skólinn byrjaður á ný. Ég er í 19 einingum og stefni á útskrift næstu jól, en segi það nú samt með fyrirvara um breytingar… 😛 

Ég ákvað að bregða út af vananum þennan þrettándann og skella mér til Reykjavíkur þar sem Þórir, kærastinn hennar Elenu var að halda upp á 30 ára afmælið sitt. Fínt að breyta aðeins til og var mjög gaman í þessari afmælisveislu, sem var vægast sagt vel sótt… gjörsamlega troðið heima hjá þeim. Það er naumast að maðurinn er búinn að sanka að sér mörgum vinum þessi 30 ár… 🙂

Svo er bara komið að grámygluðum hversdagsleikanum aftur, veðrið hérna í Eyjum er alveg út úr kú eins og er og það bregst ekki að alltaf á þessum tíma fer hugur manns að leita út fyrir landsteinana, í sól og sumaryl. Ég og Thelma vorum að skoða heimasíður ferðaskrifstofa í gær og var mest skoðað Tyrkland og Krít… nú er bara að sjá til hvort maður sjái fram á að geta skellt sér út næsta sumar, en til þess þarf maður að endurskipuleggja fjárhaginn… selja bílinn og síðast en ekki síst fara að hugsa út í sumarvinnu.

Og þá að aðalmálinu… haldiði að maður hafi ekki verið að eignast annan frænda í byrjun þessa mánaðar. Þau Þórhallur og Hrund eignuðust gullfallegan dreng sem átti nú reyndar ekki að líta dagsins ljós fyrr en í febrúar, en allt gekk þetta þó upp og er hann sprækur sem lækur í dag. Ég vil bara óska þeim enn og aftur til hamingju með litla kút og jafnframt láta ykkur fáu lesendur mína vita af þessu, ef þið vissuð þetta ekki nú þegar 😉

En jæja, tíminn er búinn. Bið að heilsa ykkur…

5 comments

 1. Til hamingju með frænda! Já það er möst að fara út í sól í sumar!

 2. Til hamingju með litla frænda, ekkert smá sætur 🙂 bið að heilsa öllu fólkinu

 3. EM í handbolta sýnt í Vosbúð. Fimmtudaginn 17. janúar ÍSLAND – SVÍÞJÓÐ kl. 20:15
  Laugardaginn 19. janúar ÍSLAND – SLÓVAKÍA kl. 18:15
  Sunnudaginn 20. janúar ÍSLAND – FRAKKLAND kl 18:15.

  ALLIR AÐ MÆTA, SNAKK Í BOÐI 😉

 4. já ég er hræddur um að þeir sem ætluðu sér að horfa á EM á Horninu hafi nú misst af mestu þar sem allir þessir tímar eru vitlausir…

  Annars fær þetta blogg 0 þar sem því er allt of seint skilað!

 5. Hahaha… af því það kom 2 dögum á eftir þínu nýársbloggi? 🙂

Comments are closed.