styttist og styttist…

Það er aldeilis sem þessi blessaði tími líður. Nóvember er um það bil hálfnaður og það þýðir bara eitt, jólin eru á næsta leiti. Það er nú reyndar alveg einn og hálfur mánuður síðan maður sá fyrstu jóla auglýsinguna, þar sem Garðlist eða hvaða fyrirtæki það var auglýsti í gríð og erg jólaskreytingaþjónustu og að fólk ætti að panta tímanlega fyrir jólin. Mér hefur reyndar alltaf þótt hund leiðinlegt að jólaskreyta en kommon… ráða menn í vinnu við að skreyta húsið sitt? Ég hugsa allavega að það væri eitt af því síðasta sem mér dytti í hug… alveg sama hversu stressaður og í mikilli tímaþröng maður væri.

Nú eru hins vegar allflest fyrirtækin sem auglýsa af einhverju viti í sjónvarpi komnar með jóla-auglýsingarnar í gang. Margir tala um að verið sé að fyrirtæki séu að reyna að teygja ‘jóla törnina’ til þess að græða sem mest. Ég veit ekki með ykkur en þótt ég sjái jólaauglýsingu eða skraut í október kemst ég ekkert fyrr í jólaskapið góða. Jólin eru hátíð fjölskyldunnar og er það algjörlega undir minni fjölskyldu komið hvenær ég kemst í jólaskap. Þegar mamma setur jóladisk í spilarann og byrjar að skreyta heima fyrir og þegar fólkið byrjar að tala um hvað það eigi eiginlega að gefa hinum og þessum í jólagjöf.

Það er að skapast nokkur hefð fyrir því hjá mér að skreppa til Þórhalls bró og Hrundar í London fyrir jólin og ætla ég að sjálfsögðu ekki að bregða út af vananum þessi jólin. Ég, Thelma, Ingólfur bró og Kristrún ætlum að skella okkur til þeirra strax eftir próf, eða 13. des og verðum við í jólagjafainnkaupum og fleiru til 17. des. Algjör snilld að klára jólagjafakaupin í London… ódýrara & aaaaaðeins fjölbreyttara úrval. Mæli með þessu!

14 comments

 1. ég þoli ekki hvað tíminn er fljótur að líða, finnst eins og tíminn sé í kapphlaupi við mig og ég næ honum engan vegin…. vildi að það væri september……svooo laaangar mig ýktr í jólafíling en ég ætla ekkret í hann fyrr en ég kem heim og það er mjög seint!!! ein bitur 😀 en ég er samt ósköp glöð alltaf 🙂

 2. Vá sama dag og “Yo Britney bitch”
  ég er búinn að skreyta

 3. rexsjon ina freksjon drovn..
  biggi.. var að pæla hvurt maður ætti að fá sér snjóbretti.. er það ekki það sem þið unglingarnir gerið í dag?

  bara að pæla.. svo að maður hengji sig ekki í skammdeginu hér í bænum

 4. Wíí það er svo gaman í London, bið að heilsa Þórhalli og Hrund! 🙂

  Þakka þeim fyrir síðast! Rosa Rosa gaman 😀

 5. Allir að mæta í VOSBÚÐ
  Sunnudagurinn 16. Desember eru STÓRLEIKIR Í ENSKA BOLTANUM
  KL. 13:10 Liverpool – Man- Utd KL. 15:40 Arsenal – Chelsea
  Mánudaginn 17. Desember KL. 20:00 er Gúrku mót – Vegleg verðlaun ?
  Miðvikudaginn 19. Desember eru piparkökur og kakó í boði. Allir að mæta með jólaföndrið /kortin með sér.
  Á döfinni eru tónleikar, uppistand, kynningar, fifa mót, pókermót, stelpukvöld, strákakvöld, bingó, vöfflukvöld, Land og borg keppni, Fuzballmót, Miðilskvöld, Drag keppni, trúbadorkvöld, open mic kvöld, Lan helgi, kökukvöld, pool mót, TV-Maraþon t.d Friends Maraþon og margt margt fleira.
  Allir að mæta – Aðstaðan sem að allir hafa beðið eftir hefur opnað ?
  Allar hugmyndir vel þegnar á tölvupóstinn vosbud@gmail.com ?

 6. bendir á úrið sitt!

  Hugmyndir að bloggi: Reading – Liverpool
  Liverpool – Man United
  Chelsea – Liverpool

 7. Þú ert bloggheiminum til skammar einir 😀 En vildi bara óska kvikindinu gleðilegra jóla 😀

Comments are closed.