boltinn farinn að rúlla…

Það er ekki baraer eitthvað skemmtilegra en fótbolti? enski boltinn & meistaradeildin sem er komið á fullt, heldur erum við peyjarnir loksins búnir að redda okkur tíma til að sprikla í fótbolta uppi í Íþróttahúsi, og það tvisvar í viku! Byrjuðum núna á mánudaginn og mættu 10 kvikindi tilbúin til að svitna aðeins. Það er alveg nauðsynlegt að hreyfa sig reglulega og maður finnur það eftir að maður byrjaði í skólanum að 2 tímar í íþróttum er bara ekki nóg, plús það að maður er nú ekki alveg nógu duglegur að fara í ræktina…

Við eigum tíma á mánudögum kl. 21:00 og föstudögum kl. 20:30. Fínir tímar og kostar ekki nema 500 kall á kjaft hver tími, 4000 kall á mánuði sem er náttúrulega ekki rass fyrir fótbolta tvisvar í viku!

Svo fara fram 8 leikir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar klukkan 19 í kvöld og ætla ég að gerast svo góður að spá fyrir um úrslit kvöldsins.

  • Besiktas – Porto 0 – 2
  • Liverpool – Marseille 1 – 0
  • Rosenborg – Schalke 1 -2
  • Valencia – Chelsea 1 – 0
  • Lazio – Real Madrid 1 – 2
  • Werder Bremen – Olympiakos 1 – 1
  • Benfica – Shakhtar Donetsk 2 – 0
  • Celtic – AC Milan 1 – 3