boltinn farinn að rúlla…

Það er ekki baraer eitthvað skemmtilegra en fótbolti? enski boltinn & meistaradeildin sem er komið á fullt, heldur erum við peyjarnir loksins búnir að redda okkur tíma til að sprikla í fótbolta uppi í Íþróttahúsi, og það tvisvar í viku! Byrjuðum núna á mánudaginn og mættu 10 kvikindi tilbúin til að svitna aðeins. Það er alveg nauðsynlegt að hreyfa sig reglulega og maður finnur það eftir að maður byrjaði í skólanum að 2 tímar í íþróttum er bara ekki nóg, plús það að maður er nú ekki alveg nógu duglegur að fara í ræktina…

Við eigum tíma á mánudögum kl. 21:00 og föstudögum kl. 20:30. Fínir tímar og kostar ekki nema 500 kall á kjaft hver tími, 4000 kall á mánuði sem er náttúrulega ekki rass fyrir fótbolta tvisvar í viku!

Svo fara fram 8 leikir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar klukkan 19 í kvöld og ætla ég að gerast svo góður að spá fyrir um úrslit kvöldsins.

 • Besiktas – Porto 0 – 2
 • Liverpool – Marseille 1 – 0
 • Rosenborg – Schalke 1 -2
 • Valencia – Chelsea 1 – 0
 • Lazio – Real Madrid 1 – 2
 • Werder Bremen – Olympiakos 1 – 1
 • Benfica – Shakhtar Donetsk 2 – 0
 • Celtic – AC Milan 1 – 3

9 comments

 1. Og er þetta einmitt ástæðan fyrir því að ég læt það vera að tippa 😀

 2. Veistu ég bara hef ekki hugmynd um það lengur… en á meðan stjórinn gerir bara endalausar breytingar á liðinu sama hvernig leikmenn standa sig gefur það augaleið að liðið nær aldrei saman. 57 breytingar í 11 leikjum… las ég það ekki einhversstaðar?

 3. Já djíses og hvað er í gangi með Gerrard? Það er eitthvað mikið að á þeim bæ. Ég vil alfarið kenna kellingunni hans um þetta. Og hvenær á að selja Crouch?? Ég þoli hann ekki!!!
  p.s. ég hefði án gríns gert meira gagn en Sissoko

 4. sælir, hva, afhverju eru ekki neinar myndir af bleikum píkum að láta hlaða í sig á þessari glötuð heimasíðu…
  nei nei smá grín..
  alltaf gaman að sja svona úrslit með livrapollinn.. enda a bara að nota torres í deildarbikarnum 🙂
  Love you man! later..

 5. Hva, af hverju eru ekki neinar myndir af bleikum pjöllum að láta hlaða í sig á þessari glötuðu síðu.
  neinei bara smá grín
  kem 13 okt.. bara minna á mig kall..
  SÉÐIGGGGG!

Comments are closed.