vangaveltur um reykingabann…

Nú tók í gildi í sumar, nánar tiltekið 1. júní, reykingabann hér á landi sem kveður á um að reykingar séu með öllu óheimilar á veitingahúsum og skemmtistöðum. Til að hafa þetta svolítið háfleygt og flott ætla ég að vitna í fyrstu málsgrein “reykingalaganna” svokölluðu

Tóbaksreykingar eru óheimilar í þjónusturými stofnana, fyrirtækja og félagasamtaka, svo sem á veitinga- og skemmtistöðum og þar sem menningar- og félagsstarfsemi fer fram, þ.m.t. íþrótta- og tómstundastarf. Sama er um þjónustusvæði utan húss séu þau undir föstu eða færanlegu þaki og meira en að hálfu leyti umlukin veggjum eða sambærilegum mannvirkjum.

Nú hefur maður kíkt einu sinni og kannski tvisvar á pöbbann hérna í Eyjum og ekki get ég sagt að þessu reykingabanni sé mikið fylgt eftir þar á bæ (að undanskildum Drífanda). Þá vaknar sú spurning í valdi hvers það er að framfylgja þessum lögum. Ég hefði haldið að það væri lögreglan, en lenti svo á spjalli við einstakling sem vinnur á skemmtistað og sagði hann að það væri ekki lögreglunnar að framfylgja þessum lögum, heldur væri það í höndum heilbrigðisyfirvalda.

Ég hélt einmitt að allt sem væri sett í lög á Alþingi væri lögreglunnar að framfylgja. Ég hef ekki mikið séð starfsmann frá heilbrigðisyfirvöldum taka pöbbaröltið hér í Eyjum til að skoða ástandið. Það er tvennt ólíkt að labba inn á stað þar sem reykingabannið er virt en stað sem það er ekki virt. Mér persónulega finnst að það eigi að vera í höndum lögreglu að gera eitthvað í þessu því annars mun þetta detta upp fyrir sig og reykingar leyfðar á öllum þessum stöðum, því auðvitað tapar þessi eini staður sem er virkilega að framfylgja reykingabanninu á því að hinir staðirnir skuli leyfa reykingar.

En í framhaldi af þessu langar mig til að spyrja hvort einhver viti hvort það sé lögreglunnar að framfylgja þessu eða ekki? Ég hélt það væru einhverjar himinháar sektir ef einhver yrði gripinn við reykingar inná staðnum… varla fer heilbrigðiseftirlitið að sekta? Og kannski eitt enn, hvað finnst fólki um þetta reykingabann?

12 comments

 1. Mér finnst þetta fínt um helgar……en mætti sleppa þessu hina dagana

 2. sko! Eins og ég heyrði í sjónvarpinu þá er það á ábyrgð veitingarhúsegandans, og ef þú veður vitni að því að það sé verið að reikja þá getur þú kært! enþú þarft nóttla sönnun! En síðan veit ég ekki hvernig fer. Allavega er hægt að missa veitingahúsleyfið útá þetta! Eða allaveg skildi ég þetta svona!
  kannski þú sért eh fróðari 😀
  kv. frá Reykjó 😉

 3. Mér finnst þetta frábært þangað til að ég er komin í glas. Haha 🙂 Usss hættu að röfla yfir þessu í eyjum 🙂

 4. eg er ekki a moti þessu reykingabanni sem slíku!!!! eg er bara a moti helvítis SPAÐANUM sem fann upp a því .!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  hvad verður það næst ?? áfengisbann !!!!!

  helvítis bananalýðveldi!

 5. Já ég er vel sáttur við þessi lög, loksins orðið líft inni á öllum þessum stöðum en varðandi eftirlitsskylduna segir í 18. gr laga um tóbaksvarnir:

  Heilbrigðisnefndir, Vinnueftirlit ríkisins, Siglingastofnun Íslands og Flugmálastjórn hafa, eftir því sem við á, eftirlit með því að virt séu ákvæði III. kafla laga þessara í samræmi við þau lög sem gilda um þessar stofnanir.

  En í lögreglulögum, 2. gr. stendur:

  Hlutverk lögreglu er:
  a. að gæta almannaöryggis og halda uppi lögum og reglu, leitast við að tryggja réttaröryggi borgaranna og vernda eignarrétt, opinbera hagsmuni og hvers konar lögmæta starfsemi,
  b. að stemma stigu við afbrotum og koma í veg fyrir athafnir sem raska öryggi borgaranna og ríkisins,
  c. að vinna að uppljóstran brota, stöðva ólögmæta háttsemi og fylgja málum eftir í samræmi við það sem mælt er fyrir um í lögum um meðferð opinberra mála eða öðrum lögum,
  d. að greiða götu borgaranna eftir því sem við á og aðstoða þá þegar hætta steðjar að,
  e. að veita yfirvöldum vernd eða aðstoð við framkvæmd starfa sinna samkvæmt fyrirmælum laga eða venju eftir því sem þörf er á,
  f. að starfa í samvinnu við önnur stjórnvöld og stofnanir sem hafa með höndum verkefni sem tengjast starfssviði lögreglu,
  g. að sinna öðrum verkefnum sem henni eru falin í lögum eða leiðir af venju.

  Myndi ég ætla að skv lögreglulögunum fari lögreglan með eftirlitsskyldu gagnvart öllum lögum settum á alþingi. En hef ekki tíma til að kíkja betur á þetta núna þannig að það getur vel verið að það sé svo að tóbaksvarnarlögin teljist sértækari og 18. gr þeirra taki því fram fyrir hendur lögreglunnar. Ég efast þó um það.

  En allavega er ég sammála því að að sjálfsögðu ætti það að vera í valdi lögreglunnar að framfylgja þessum lögum sé svo ekki

 6. Djöfull er gott að vera með verðandi lögfræðing sem lesanda hér á þessu bloggi… takk fyrir þetta Sigurjón, ég kann ekkert að leita í þessum blessuðu lögum á althingi.is 🙂

  Allavega finnst mér löggan hérna í Eyjum hafa lítið betra að gera en að framfylgja þessu reykingabanni 😉

 7. Já ætli það megi ekki segja það, allavega ef það að spá í þessu sé það að vera leiðinlegur 🙂 … ég sé bara ekki tilgang í að setja lög sem svo enginn framfylgir? Frekar tilgangslaust…

 8. Nákvæmlega maður!!! Djíses ég er svo mikill bófi að það er ekki fyndið!! Ég var svo montin þegar ég fékk hraðasektina JEEE djöfull er ég kúl

 9. Kaldhæðni en þér finnst þú vera geggjað cool innst inni ég veit það sko 😛

Comments are closed.