myspace vs. facebook…

Það hlaut að koma að því að maður myndi prófa “nýja” MySpace-ið, en það er Feisbúkkið sem hefur verið að gera garðinn frægann. Ég man að Þórhallur og Hrund voru að ota þessu að mér fyrir einhverju vegna þess að þeim fannst MySpace of flókið… ég hélt nú ekki þar sem mér fannst í rauninni FaceBook miklu flóknara… Skráði mig nú samt á það fyrir nokkrum vikum eða mánuðum og skoðaði. Mér leist nú ekkert svakalega vel á þetta svona í fyrstu, en er búinn að vera að skoða þetta betur í dag og komist að því að þetta er mun skemmtilegri vettvangur en MySpace og hvet ykkur sem hafið gaman af svona síðum að skrá ykkur þarna 😉

En að öðru, hvað er málið með Benitez? Hann er ekki viss um að hann hafi Torres í byrjunarliði Liverpool a morgun… Hvað þarf drengurinn að gera til að fá að byrja leik? Skora 10 mörk í leik? 27 milljón punda leikmaður, dýrasti leikmaður í sögu Liverpool og hann hefur komið inná sem varamaður í tveimur deildarleikjum sem hafa báðir farið 0 – 0! Skoraði þrennu í síðasta leik gegn Reading í bikarnum… hvernig er ekki hægt að setja hann í byrjunarliðið? Ég verð geðveikur ef við vinnum ekki Wigan um helgina…

Svo er bara komin enn ein helgin. Allt að ske í 1. deildinni í fótboltanum þar sem ÍBV á mjöööög svo veika von um að komast upp í efstu deild, en þar voru leikir að byrja núna klukkan 17:15. ÍBV á heimaleik við Fjölnismenn, en til þess að komast upp um deild verðum við að vinna þann leik ooooog hér kemur kickerinn… við verðum að treysta á að Reynir Sandgerði vinni Þrótt… eins og ég sagði, frekar veik von 🙂

Ætla að kalla þetta gott og koma mér í vinnu niðrá Café… sé ykkur vonandi sem flest á Lundaballi á morgun!

PS. Vil nota tækifærið og óska Sigga Ara til hamingju með afmælið í gær!

3 comments

  1. já það er eins fallegt að ég hitti þig elskan því ég er víst 25 ára þann 29 sept semsagt akkurat núna og ættla því að detta feitt í það og skella mér á ball og vonandi get ég hitt á þig fyrir ball gói minn þannig að góða skemtun fyrir þá sem eru Töff típur…..

  2. Hef einmitt mikið spáð í þessari stöðu þarna hjá Liverpool! Torres byrjar ekki 2 leiki í röð sem Liverpool skorar ekki í, fær svo tækifæri og gerir þrennu en Benitez segir hann engu að síður ekki öruggan í byrjunarliðinu!!!! Maðurinn er fífl! Ef það er svona sem hann ætlar að stjórna liðinu mun ég nú ekki hafa áhyggjur af Liverpool í vetur!

    En djöfulli er Torres góður maður… ég er til í að skipta, þið megið fá Dong og Fletcher ;Þ

  3. Sæll vinur takk kærlega fyrir afmæliskveðjuna þessi benites er frekar furðulegur kall er aldrei með sama liðið tvisvar sem er svo sem allt í lagi en hvernig maður setur svona góðan og dýran leikmann á bekkinn skil ég ekki þetta er eins og að eiga flottan sportbíl en keyra hann aldrei.

Comments are closed.