húmor kirkjunnar…

…er greinilega ekki á háu plani. Nú er Síminn er farinn í enn eina auglýsingaherferJón Gnarrðina, þar sem kostir 3. kynslóðar farsíma eru kynntir. Í auglýsingunni, sem btw hinn mikli snillingur Jón Gnarr er höfundur af, situr Jesús við kvöldverðarborð þar sem síðasta kvöldmáltíðin fer fram og sér að Júdas er ekki mættur. Hann tekur því upp 3. kynslóðar farsímann sinn og hringir í kauða sem er víst eitthvað busy við að stinga Jesú í bakið…

Þessi auglýsing fór grenilega eitthvað fyrir brjóstið á kirkjunnar mönnum þar sem biskup Íslands, sjálfur Karl Sigurbjörnsson, hefur sent frá sér yfirlýsingu í fjölmiðla þess efnis að auglýsingin sé smekklaus og hann undrist það að jafn stórt fyrirtæki og Síminn þurfi að leggjast svona lágt.

Ég veit ekki með ykkur, en mér finnst þetta nú algjör óþarfi af hálfu biskupsins. Ég hef lesið nokkur blogg við fréttina á mbl.is og sá þar að einhver naskur bloggari mundi eftir því að biskupinn hafði nefnt það í jólaræðu sinni á síðasta ári að “Guð er alveg gríðarlegur húmoristi”. Hvar sér maður það í yfirlýsingu biskups? Mér persónulega finnst að kirkjan ætti að fagna svona auglýsingum þar sem hún er hægt og bítandi að glata gildi sínu fyrir yngri kynslóðinni og allar tengingar við hana (svo lengi sem þær fara ekki yfir strikið) séu af hinu góða. Hvaða máli skiptir það hvort Jesú hafi haft samband við Júdas með 3. kynslóðar farsíma eða sent einhvern á eftir honum?

Hafirðu ekki húmor fyrir sjálfum þér, þá hefurðu ekki húmor…

Ef þið hafið ekki séð auglýsinguna, getið þið séð hana hér.