húmor kirkjunnar…

…er greinilega ekki á háu plani. Nú er Síminn er farinn í enn eina auglýsingaherferJón Gnarrðina, þar sem kostir 3. kynslóðar farsíma eru kynntir. Í auglýsingunni, sem btw hinn mikli snillingur Jón Gnarr er höfundur af, situr Jesús við kvöldverðarborð þar sem síðasta kvöldmáltíðin fer fram og sér að Júdas er ekki mættur. Hann tekur því upp 3. kynslóðar farsímann sinn og hringir í kauða sem er víst eitthvað busy við að stinga Jesú í bakið…

Þessi auglýsing fór grenilega eitthvað fyrir brjóstið á kirkjunnar mönnum þar sem biskup Íslands, sjálfur Karl Sigurbjörnsson, hefur sent frá sér yfirlýsingu í fjölmiðla þess efnis að auglýsingin sé smekklaus og hann undrist það að jafn stórt fyrirtæki og Síminn þurfi að leggjast svona lágt.

Ég veit ekki með ykkur, en mér finnst þetta nú algjör óþarfi af hálfu biskupsins. Ég hef lesið nokkur blogg við fréttina á mbl.is og sá þar að einhver naskur bloggari mundi eftir því að biskupinn hafði nefnt það í jólaræðu sinni á síðasta ári að “Guð er alveg gríðarlegur húmoristi”. Hvar sér maður það í yfirlýsingu biskups? Mér persónulega finnst að kirkjan ætti að fagna svona auglýsingum þar sem hún er hægt og bítandi að glata gildi sínu fyrir yngri kynslóðinni og allar tengingar við hana (svo lengi sem þær fara ekki yfir strikið) séu af hinu góða. Hvaða máli skiptir það hvort Jesú hafi haft samband við Júdas með 3. kynslóðar farsíma eða sent einhvern á eftir honum?

Hafirðu ekki húmor fyrir sjálfum þér, þá hefurðu ekki húmor…

Ef þið hafið ekki séð auglýsinguna, getið þið séð hana hér.

12 comments

 1. Skemmtilegt. Fólk þarf alltaf eitthvað til að nöldra yfir. Annaðhvort súludans, pólitík eða auglýsingar. Við skulum bara vona að næsta hugmynd frá auglýsingastofunni verði ekki með Múhammeð spámann í aðalhlutverki – þá erum við í vondum málum 😀

 2. eg er sammala biskup i þessum málum og finnst þessi auglýsing fyrir neðan allar hellur ,að nota jesú og last supper sem eitthverja auglýsinga herferð fyrir símann er bara til skammar .enda er eg komin i ogvodafone eftir þessa vitleysu,, er mönnum ekkert heilagt

 3. Æji…svona ég er að báðum áttum
  Krikjan á nátturlega ekkert að hafa húmor eða hvað?

 4. Af hverju ætti kirkjan ekki að hafa húmor? Af hverju er biskup að segja að Guð sé gríðarlegur húmoristi ef kirkjan á ekki að hafa húmor? Ég hef alveg verið í kirkju þar sem prestar eru fyndnir (Kristján hérna í Eyjum er mjög fyndinn) og svo hef ég líka verið í kirkju þar sem presturinn er alveg að svæfa mannskapinn með leiðindum.

  Fyrir 2-300 árum hefðu þeir sem standa að þessari auglýsingu án nokkurs vafa verið hengdir eða brenndir á báli fyrir guðlast. En nú eru breyttir tíma og ég tel breytinguna vera til batnaðar því ég er á því að kirkjan eigi ekki að hafa þetta gríðarlega vald sem hún hafði fyrr á öldum.

  Svo má auðvitað öllu ofgera en að mínu mati er þessi auglýsing alls ekki fyrir neðan beltisstað… álitamál að sjálfsögðu.

 5. Ég ætla að flytja úr landi eftir þessa auglýsingu. Er farin til Íran þar sem svona viðgegngst sko ekki!!!!

  Nei grííín. Trúðuði mér?

  Mér finnst þessi auglýsing snilld. Kanski svona smááá doubt þar sem þetta er gert í gróðaskyni. En samt eiginlega ekki.

  P.s. takk Jesú og Guð fyrir að láta kveikna í bílnum mínum

 6. Var það ekki bara sama dag og þú sást þessa auglýsingu?
  Og sagðir að hún væri snilld?
  Kannski hefði eitthvað betra skeð hefðiru verið á móti henni

  Held að flest fólk finnst þessi auglýsing cool/snilld því Jón gnarr gerir hana
  ef hann mundi kúka á disk þá væri það líka cool/snilld (sem væri reyndar smá fyndið)

 7. Virkar ekki alveg svona….en sakar ekki að reyna 😛 ég get lánað þér minn rauða ef þú vilt 😛

 8. Veistu það Ólöf Ragnarsdóttir þú ert bara snillingur , ég er búin að hlæja mig brjálaða af þessum kommentum þínum . Meistari að mínu mati og haltu áfram að biðja svona og látu mig svo vita ef það virkar því þá kannski nota ég þessa aðferð 😉

 9. það besta við þetta allt saman er svo að jesu og judas voru i viðskiptum við Vodafone en ekki Simann.. Greinilegt að jessi hefur ekki verið sáttur við kjörinn sem Simin bauð honum eða jafnvel að hann hafi ekki verið sáttur við auglysinguna sem slíka og breytt þessu eftir að hann sá hana ,en það sést ef grant er skoðað i auglysinguna að Jessi og júdas eru i Vodafone …

 10. Híhí okey Biggi lánaðu mér hann þá!!!!!
  (Ef þú gerir það þá var það Jesú að svara kalli mínu)
  Sko Arndís kanski virkar þetta! 🙂

  p.s. það sem ég fæ út úr þessu óhappi er reikningur frá þeim sem komu og drógu bílinn minn í burtu. JEIJJJ

Comments are closed.