ég er á lífi…

Góða kvöldið, hvað segir mannskapurinn? Langt síðan síðast… allavega hérna í bloggheimum, enda hefur maður gefið sér lítinn tíma til að vera í tölvunni í sumar. Sumarið er búið að vera með eindæmum gott hérna í Eyjum og veðrið gjörsamlega verið óaðfinnanlegt. Ég vann sem flokkstjóri í vinnuskólanum í sumar og leit við og við í eldhúsið til hans Stebba á Café þegar þess þurfti. Þjóðhátíðin var snilld eins og búast mátti við, rættist heldur betur úr veðrinu þannig að ekkert hægt að kvarta undan henni.

Strax eftir Þjóðhátíð var svo gifting þar semThelma Rós stóra litla frænka játaðist honum Stymma (og auðvitað öfugt :)) og fékk ég þann heiður að vera ljósmyndari í brúðkaupinu, sem heppnaðist svona líka bara ljómandi vel í alla staði. Enn og aftur til hamingju með þetta krakkar mínir 😉

Nú er skólinn kominn á fullt skrið og bara gaman að því. Ég verð í 16 einingum og svo vonandi að vinna eitthvað með, hvort sem það verður Féló eða eitthvað annað (vonandi samt Féló) en ætti nú að geta haldið þessari síðu gangandi þrátt fyrir að það verði mikið að gera þar sem stundataflan er eins og svissneskur gæðaostur, með tilheyrandi götum… en laus við lyktina…

Jæja, ætla ekki að hafa þetta lengra. Langaði bara að láta vita af mér, ég er kominn á ról í tölvuheimum aftur og því skuluð þið búast við því að þurfa að detta hérna inn allavega þriðju hverju viku… eða dag 😉