baráttukveðjur!

Þær voru ekki skemmtilegar fréttirnar sem ég fékk þegar ég mætti í vinnuna í morgun. Vélhjólaslys í Eyjum. Ökumaður missti stjórn á hjóli sínu á blindhæðinni hjá Steinstöðum með þeim afleiðingum að bæði hann og hjólið lentu á vegriðinu sem er á hæðinni. Hann var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur vegna gruns um hryggáverka, sem samkvæmt mínum heimildum reyndist vera rétt. Það vill svo til að ég þekki vel til þessa manns, sem ég ætla ekki að nafngreina hér, vegna þess að mér finnst það ekki við hæfi. Ég vil bara nota tækifærið og senda honum og fjölskyldu hans baráttukveðjur. Ég veit að hann er sterkur og mun án nokkurs efa sigrast á þessu öllu saman…

Ég bara varð að koma þessu frá mér…

4 comments

  1. Þetta er ömurlegt 🙁 En við vonum það besta og sendum barráttu hugsanir :)Hann mun komast í gegnum þetta strákurinn.

  2. Baráttukveðjur til hans og fjölskyldu hans…
    Vonum það allra besta, hann á að komast i gegnum þetta.

  3. takk fyrir þetta Einir 🙂 heldurðu að kallinn sé ekki farinn að labba 🙂 fékk meiraðsegja helgarleyfi frá þessu Spítala/Fangelsi 🙂

Comments are closed.