you’ll never walk alone…

LFCJá nú er poolarinn sáttur. Í gær komust mínir menn í úrslit Meistaradeildarinn með góðum sigri á Chelsea á Anfield. Daniel Agger skoraði eina mark leiksins eftir snilldarlega útfærða aukaspyrnu frá Gerrard. Leikurinn var vægast sagt ROSALEGUR þótt mörkin hafi ekki verið fleiri og Liverpool mun sterkari aðilinn. Leikurinn fór í framlengingu þar sem við töpuðum fyrri leiknum 1 – 0 á Stamford Bridge. Ekkert var skorað í framlengingunni svo við tók vítaspyrnukeppni og taugarnar hjá mínum voru ekki að höndla það, en þar var það Reina sem var hetja liðsins þar sem hann tók sig til og varði 2 spyrnur frá Chelsea! LIVERPOOL KOMNIR Í ÚRSLITIN!

Svo var annar leikur AC Milan og Man Utd í kvöld, en þar tóku Milan menn sig til og völtuðu yfir Man Utd. Ég reyndar horfði bara á fyrri hálfleikinn þar sem ég þurfti svo að fara í vinnu, en í þeim hálfleik var aðeins eitt lið á vellinum. Kaká kom Milan mönnum yfir strax á 11. mínútu og Seedorf skoraði annað markið á 30. mínútu. Gilardino gulltryggði svo sigur Milan á 78. mínútu þegar hann sendi boltann framhjá Van der Saar.

Ég verð að viðurkenna að þessi úrslit komu mér svolítið á óvart, en það sem kom mér meira á óvart var hversu slakir Man Utd menn voru. Það var bara ekkert í gangi hjá þeim. Ronaldo sást ekki, hvað þá Giggs og Rooney svona þeirra skástur. Vörnin var hriplek og það var ekki að sjá meistarabraginn yfir þessu liði sem maður hefur séð hingað til.

En svona til að nudda nú ekki salti í sár Man Utd manna lengur ætla ég bara að slútta umfjöllun minni um þennan leik í kvöld og FAGNA ÞVÍ AÐ LIVERPOOL SÉ KOMIÐ Í ÚRSLITIN! 😉

Vil svo einnig minna á blogg sem ég hef mikið vitnað í í sambandi við hverjir myndu lenda saman í úrslitum meistaradeildarinnar… en það er að finna hér. Þetta er náttúrulega bara á kristaltæru!

Langar að enda þetta á copy/paste af spjallborðinu á ManUtd.is, en ég er búinn að liggja grenjandi úr hlátri yfir þessum kommentum þar!

AUMINGJASKAPUR!!!! Mér leið einsog ég væri að horfa á Milan – 3 flokkur kvennaliðs Aftureldingar…”

Vona bara að Ferguson taki leikmennina hvern fyrir sig og berji þá, þeir eiga ekkert betra skilið eftir svona frammistöðu.”

Það er hræðilegt að horfa uppá þetta, Milan er mörgum klössum fyrir ofan okkur.
Liðið fer í mesta lagi á pæjumótið í Eyjum með þessari spilamennsku.”

Bara fyndið að lesa svona frá aðdáendum Man Utd, en þeir viðurkenna þó að þeir hafi verið að spila illa. Annað en vælukjóinn hann Mourinhio sem sagði að hans lið hafi verið betri aðilinn í leiknum í gær og að andrúmsloftið á Anfield hafi ekki verið neitt “sérstakt”. Cry me a river… dickf…

3 comments

  1. Ég er að vinna í því að fá hemilisfangið hjá Morinho og um leið og það tekst mun ég halda þangað og lemja hann. Sem ég get örugglega þar sem hann er kelling.

  2. Já við United menn sjáum þó allavega þegar okkar menn spila illa sem er eitthvað sem þeir Arsenal menn sem ég þekki eru allveg blindir fyrir gagnvart sínu liði!

    Milan einfaldlega yfirspilaði United þetta kvöld. Ekki nóg með að ég hafi ekki séð mína menn svona slappa í lengri tíma heldur voru AC bara rosalega vel spilandi og varnarleikurinn hjá þeim var rosalegur. Held það sé bara ekkert hægt að svekkja sig á þessu!

Comments are closed.