london á morgun…

Þá er síðasti dagurinn okkar í Frakklandi runninn upp. Við vöknuðum aðeins fyrr en venjulega þar sem Guðný er í fríi í allan dag og það var ýmislegt sem þurfti að gera í dag. Olga er komin í feita yfirvigt og þurfti að kaupa auka tösku undir allt DRASLIÐ sitt, já ég sagði draslið 😉

Svo erum við að fara til Ítalíu núna í þessum töluðu orðum. Ég ákvað að henda inn mínum síðustu orðum í Frakklandi þar sem við höldum til London til Þórhalls og Hrundar klukkan 11 í fyrrmálið. Þar verðum við svo þangað til á fimmtudaginn, en þá fljúgum við aftur heim til Íslands.

Ég skellti mér á djammið með stelpunum í gær í fyrsta skiptið í ferðinni. Við fórum bara hérna aðeins niður í bæ og tókum stutt pöbbarölt á þetta, voðalega notalegt bara. Ég held ég geti alveg sagt það með vissu að ég er búinn að spara mér þónokkurn pening á því að chilla heima með Bjarna öll hin kvöldin 😉

Læt samt fylgja með nokkrar myndir af gærkvöldinu. Þess má geta að ég get ekki hent myndunum úr minni myndavél inn á þessa tölvu svo ég fékk þessar lánaðar hjá Gvuníju 😉


Við að webcamast


Myndavélaflipp í gangi…


Ég og G-Unit


Barþjónninn átti afmæli og bauð okkur að sjálfsögðu í glas… 😉


Svo sæt saman…


Sáttur eftir barferð 😀

5 comments

 1. sko. þetta er svo tómlegt hérna. HVERNIG Á ÉG AÐ GETA SOFIÐ NÚNA……

  eníveis… love u einir- þið eruð BEST

  OG ÞÚ OG ÉG ERUM BEST Í SEXYDANS OG LÍKA Í AÐ TAKA MYNDIR AF OKKUR SJÁLF

 2. Sko Einir TAKK fyrir mestu snilldar ferð EVER!!

  Við gerum þetta klárlega aftur takk fyrir 😉

  -Olga
  XXXX

Comments are closed.