kosningar…

Hvað á maður að kjósa?Já, það er að gerast. Ég ætla að blogga um stjórnmál, eitthvað sem ég hélt ég myndi aldrei gera. En allavega það sem hefur verið mér hugfangið þessa dagana eru þessar blessuðu alþingiskosningar. Gengið verður til kosninga þann 12. maí og ég veit bara ekkert hvað maður á að kjósa!

Þegar ég hugsa út í það hvað það er sem ég vil að flokkurinn sem ég kjósi hafi á sinni stefnuskrá er aðallega þetta:

  • Stórbættar samgöngur milli lands og Eyja, ég vil óháða úttekt á kostnaði við göng áður en farið verður út í Bakkafjöru, en á meðan á því stendur þarf að fá stærra skip til að sigla hérna á milli. (sem mér skilst að allir flokkar í suðurkjördæmi séu með á oddinum nema Samfylkingin)
  • Bætt kjör fyrir fólkið sem átti þátt í því að gera Ísland að því sem það er í dag. Já ég er að tala um eldri borgara, það er skammarlegt hvernig er komið fyrir mörgum hverjum, 3 – 4 og jafnvel fleiri saman í herbergi. Hjónum stíað í sundur og ég veit ekki hvað og hvað.
  • Tvöföldun Suðurlandsvegar þarf að byrja helst í gær, hvað þurfa margir að deyja þarna eða lenda í alvarlegum slysum svo eitthvað sé gert í málunum.
  • Tryggja sjávarútvegi á landsbyggðinni örugga starfsemi, en eftir því sem ég get best séð af vafri mínu um síður flokkanna (sem eru mis auðveldar í leit að upplýsingum um stefnumál) er að Frjálslyndi flokkurinn sé sá flokkur sem ætli að beita sér fyrir hruni byggðarlaga úti á landi og fækkun íbúa.

Þetta er svona það sem er efst á baugi hjá mér þegar ég hugsa til þessara kosninga og nú er bara að leggja höfuðið í bleyti því ég þarf að kjósa utankjörstaðar í næstu viku. Kallinn er náttúrulega að fara til London 12. maí 😉

En eru ekki fleiri í sömu sporum og ég? Eða eruði öll harðákveðin?