frakkland…

Jæja þá er kannski kominn tími til að láta vita af sér hérna í Frakklandinu góða. Við erum sko ekki búin að sitja auðum höndum hérna hjá henni Guðnýju, enda bara snilld að vera með svona ‘local tour guide’ sem veit um alla bestu staðina til að heimsækja og bestu strendurnar, kann að ferðast í lestunum og ég veit ekki hvað og hvað. Við fórum á fyrsta deginum til Mónakó sem var náttúrulega bara geðveiki. Sáum þar snekkjubátahöfn þar sem allir þessir frægu og ríku eiga eitt eða jafnvel tvö stykki hver, það þarf ekki að taka fram að þetta eru sjúklega flottar snekkjur allt saman. Fórum líka að skoða formúlubrautina, sem er btw bara inni í miðri borginni og þarf að loka helstu götum á meðan á keppninni stendur. Held að það verði keppt í Mónakó 26. maí en undirbúningurinn var í fullum gangi. Svo var að sjálfsögðu kíkt í casino, en þess má einmitt geta að póker atriðið í Casino Royale var tekið upp í Mónakó…

Svo fórum við 2 næstu daga á ströndina og grilluðum okkur aðeins, lékum okkur í sjónum í frisbee, beach ball og fleiri skemmtilegum leikjum. Í gær fórum við svo til Cannes þar sem kvikmyndahátíðin er í gangi núna. Vorum reyndar ekki svo heppin að hitta á einhvern frægan en sáum rauða dregilinn þar sem var verið að ryksuga hann og gera fínan fyrir kvöldið, auk þess sem við fengum okkur að borða þar og skoðuðum herlegheitin. Fólk var meira að segja farið að bíða eftir stjörnunum þarna þegar við vorum og voru þá alveg þónokkrir tímar í að þær kæmu.

Í dag fórum ég, Olga og Bjarni í næsta bæ og að sjálfsögðu beint á ströndina. Búin að vera dugleg á ströndinni hérna en í dag var aðeins “of gott” veður ef svo er hægt að segja, því við komum öll vel grilluð heim á hótel og erum núna að baða okkur upp úr after sun og grunar mig sterklega að ég muni hafa hamskipti í nótt… 😮

Lofaði nokkrum myndum hérna úr ferðinni og ætla ég að leyfa þeim að eiga síðustu orðin 😉


Á lestarstöðinni á leiðinni á ströndina

Komin á ströndina… bara gott veður.


Mættur til að brenna.


Aðeins verið að ljósmyndast með nýju sólgleraugun í sandinum.


Ferðafélagarnir sáttir í Mónakó

P.S. Vil nota tækifærið hér og óska henni Arndísi Ósk Atladóttur til hamingju með afmælið… love you sæta :*

1 comment

  1. úúú kappinn kannidda ! ! Komin með lit og læti, ég skal reyna að vinna þig í brúnku því ég er að fara út eftir 3 daga ! en ég sé það samt ekki alveg gerast.. þar sem ég er eins og albinói hahah..
    Sjáumst svo bara þegar ég kem heim.. það er eins gott að þú komir með einhverja sæta frá Frakklandi (ekki samt svona loðna ógeðis gellu) le le le

Comments are closed.