24…

Þá situr maður í mestu makindum heima hjá Þórhalli & Hrund og horfir á sjónvarpið. Við lentum í London kl 3 að staðartíma og týndum því einum klukkutíma frá því á Íslandi, þar sem Bretland er einum klukkutíma á undan okkur heima. Við komum öllu draslinu heim til Þórhalls milli 5 og 6 í dag og skelltum okkur svo í bæinn að versla. Þess má geta að Olga missti sig eins og sönnum kvenmanni sæmir í H&M og komum við svo heim til Þórhalls að horfa á Eurovision.

Svo verður morgundagurinn tekinn snemma, en við ætlum í bæinn með mömmu, pabba, Þórhalli og Hrund. Þar verður verslað og skoðað sig um, en Bjarni hefur aldrei komið hingað áður. Við komum örugglega til með að fara snemma í háttinn þar sem við eigum svo flug til Nice kl 6:10 á mánudagsmorgun 😮

Þetta er búinn að vera fínn dagur þrátt fyrir smá ferðaþreytu í liðinu og verður væntanlega meira fjör á okkur á “morgun”… á afmælisdaginn minn… kallinn orðinn 24. ára. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir 😉

Þangað til næst…

6 comments

  1. Takk fyrir kveðjurnar allir 😛

    Það er búið að vera ógeðis gaman í Frakklandi hjá henni Gvuníju og ég mun henda inn eins og einni færslu við tækifæri, jafnvel með nokkrum myndum 😀

Comments are closed.