páskar og fleira…

Jæja þá eru páskarnir búnir. Auðvitað var tekið vel á því eins og alltaf um páska hérna í Eyjum, þetta er bara eins og lítil Þjóðhátíð. Djammið var fínt og gaman að hitta alla krakkana sem búa upp á landi… Nú hefst svo hið daglega líf hjá manni aftur og verður tekin smá pása frá djammi eftir þessa törn.

Ég er svolítið farinn að spá í hvað maður eigi að gera í sumar, enda ekki seinna vænna. Mér sýnist allt stefna í að maður fari í vinnuskólann hjá Sigþóru, en reyndar kom Gísli með skemmtilegan vinkil inn í þá umræðu þegar ég sat með honum að sumbli á föstudaginn langa. Hann spurði hvort við ættum ekki bara að skella okkur á sjó saman. Nú hef ég aldrei farið á sjó og aldrei svo mikið sem reynt að koma mér á sjó, en þegar hann kom með þessa hugmynd fannst mér hún bara ekkert vitlaus. Þarna eru peningarnir, og þótt þetta sé mikil vinna þá hefur maður bara gott af þessu og fínt að geta sagt hafa reynsluna af því að hafa verið á sjó 🙂

Svo hef ég svolítið verið að velta fyrir mér með áframhaldandi nám eftir framhaldsskóla, og bara áframhaldandi allt. Vera í Eyjum og klára skólann? Fara annað og klára í fjarnámi… til dæmis út? Margt sem er að veltast um í hausnum á mér þessa dagana, eiginlega of margt. Þess vegna er ég virkilega að elska það að það sé núna um mánuður þangað til ég skýst út til London að heimsækja Þórhall bró og Hrund & Svölu auðvitað, og svo þaðan til Nice í Frakklandi að flatmaga í sólinni með Gvuní, Olgu og Bjarna. Það verður án efa geggjuð byrjun á frábæru sumri!

Langar að enda þetta á myndbroti úr gömlu DV blaði sem ég rakst á á flakkinu um veraldarvefinn… ekki myndi ég nú vilja lenda í þessu:

2 comments

  1. Einir minn!!
    Mig langaði bara að koma því til skila að myndirnar þínar eru hreint út sagt frábærar… Það barst í tal um daginn hjá mér og Rósu gamlir tímar og þá fór ég einmitt eitthvað að spyrjast fyrir með hvort þú værir ekki með síðu, svo ég stóðst ekki mátið og lét freistast. Og ég get sagt þér það að freistingarnar voru allveg þess virði 😉

    Ég vona sannarlega að sumarið verið yndislegt og þú finnir þér eitthvað sniðugt í atvinnulífinu. Ég persónulega myndi aldrei fara á sjó (þar sem ég er svo sjóhrædd) en ef svo væri ekki myndi ég pottþétt skella mér út í hafið bláa… Og hver veit nema það verði nóg af myndum að taka þar, svona þegar eru frívaktir… æji þú skilur. En já gott í bili… við kannski hittumst vonandi eitthvað áður en ég flyt… alltaf gaman að sjá þig… kannski bara á djamminu í djamm stuði. bæjó Dísa (Hjördís)

  2. Skellum einni kveðju hérna aftur… 😉
    Mikið rétt… ég og lilti kútur erum að fara að flyta héðan 🙂 og 🙁 leiðin liggur til Akranes… Málið er að það eru meiri atvinnumöguleikar þar, og svo er megnið af fólkinu mínu þar eða í bænum. Ég get samt allveg viðurkennt það að það verður erfitt að fara héðan þar sem þessi staður er hreint út sagt magnaður.. en svona er lífið… maður verður að njóta þess til fulls…. 😉

Comments are closed.