af helginni…

Jæja þá er helgin liðin, og mikið var nú gaman. Mikið var um að vera þar sem Toyota hélt hér bílasýningu á öllum sínum glæsilegustu kerrum og bauð svo á ball í Týsheimilinu á laugardagskvöldið með Eyja-hljómsveitinni Dansi á Rósum. Það þarf ekki að segja manni tvisvar að þegar manni er boðið á ball, þá mætir maður 😉

Við byrjuðum þrír heima hjá Svenna en það vorum ég, Svenni og Steeb. Sötruðum og spjölluðum milli þess sem gripið var í gítarinn og jafnvel stöku sinnum í taflborðið… dúndrandi stemmning auðvitað þangað til við ákváðum að henda upp á Conero og fá okkur eins og einn Irish til að starta fjörinu nú almennilega. Eftir það var farið heim til Sigga bró þar sem fyrirpartý var í gangi og tókum við félagarnir nokkra pool leiki milli þess sem við spjölluðum við liðið sem þar var.

Þá var röðin komin að ballinu, en við vorum svolítið snemma í’ðí og því ekki margt um manninn þegar við komum. Við létum það ekki á okkur fá og skunduðum að sjálfsögðu á barinn… sem var nú meiri hel#”!#$ okurands$$#”!… lítill, og þá meina ég sko eiginlega extra lítill bjór var á 600 kall. Hann var afgreiddur í litlum plastglösum og hellt úr hálfs líters dósum, og ég efast ekki um að þær hafi náð að kreista 3 glös úr hverri dós. En eftir að hafa bölvað verðlaginu í sand og ösku var kominn tími til að skemmta sér svolítið svo við settumst niður til að spjalla við eitthvað vel valið lið… og eftir því sem drykkirnir urðu fleiri fór maður að spá minna í verðinu á bardjöflinum svo manni tókst að skemmta sér smávegis þangað til hent var út.

Þá kom að sjálfsögðu ekki til greina að hætta svo við Stefán húkkuðum okkur far niðrá Drífanda og vorum greinilega með þeim fyrstu af ballinu því þar var enginn. Þar myndaðist þessi venjulega stemmning, en eftir það kíktum við aftur heim til Sigga bró í eftirpartý. Það má segja að það hafi verið skemmtilegasti partur þessa kvölds þar sem gítarinn var rauðglóandi, húfan mín sungin á báðum hæðum (tölum ekki meira um það 🙂 og allt sem áfengt var, var klárað í húsinu.

Svo fórum við bræður, þegar partýinu lauk, heim í Ísjakann og elduðum okkur kjúkling og franskar, sem við átum með bestu lyst klukkan 7 um morguninn… 😉

1 comment

Comments are closed.