allt að gerast…

Þá er maður búinn að panta sér ferð til London þann 12. maí. Gvuní vinkona er búin að vera að hita mann allsvakalega upp að kíkja í heimsókn til hennar og þar sem maður var nú búinn að lofa henni að koma er ekki seinna vænna að panta núna fyrir sumarið, á meðan verðin eru í lágmarki. Fékk flug aðra leið til London á 6000 þúsund kjell, sem er náttúrulega ekki neitt. Ég veit ekki alveg hvenær maður kemur aftur en stefni á að vera í 2 vikur. Maður flýgur svo heim með Iceland Express þar sem maður á ferðaávísun til að borga það flug, svo í heildina verður þetta ekkert mjög dýrt ferðalag. Flugið frá London til Nice í Frakklandi fram og til baka kostar svipað og flugið með BA frá Keflavík til London, eða um 6000 kall. Svo er auðvitað frí gisting bæði í London hjá Þórhalli bró og í France hjá henni Gvuníju svo maður verður bara eins og kóngur í ríki sínu 😀

Þá er bara að bíða eftir próftöflunni og gá hvort ég endi með að þurfa að taka einhver próf fyrr, þar sem síðasti prófdagur er 15. maí, og sjúkrapróf 16. maí. Annars er nú bara þetta venjulega að frétta. Reyndar búinn að vera alltof latur við að fara í ræktina eftir að ég keypti mér þetta líkamsræktarkort í Nautilus, ætla áð skella mér á eftir og reyna að koma mér í þetta af einhverjum krafti, enda er maður farinn að safna smá vömb

Já og úrslit meistaradeildarinnar í vikunni. Liverpool sló út meistarana, Barcelona. Bara gaman að því en leikurinn var víst MJÖG erfiður að horfa á samkvæmt þeim Liverpool mönnum sem ég hef talað við. Eiður kom Barcelona í 0 – 1 þegar korter var eftir af leiknum og spiluðu þeir þá 3 – 3 – 4 eins og ég las að ég held á Fótbolta.net. Ég var eiginlega bara feginn að hafa verið í vinnu, því annars væri ég örugglega með blæðandi magasár

Annars er lítið að frétta held ég. Siggi bró ætlar að kíkja hingað um helgina og spurning hvað maður tekur sér fyrir hendur, ætli það verði ekki eitthvað bjórsötur. Býst ekki við öðru 😉

1 comment

Comments are closed.