enn ein helgin…

Þessi tími er orðinn skuggalega fljótur að líða. Ein helgin er ekki fyrr búin en sú næsta bankar uppá. Síðasta helgi var nú svolítið skrítin hjá manni. Það var Nótt í Féló á föstudeginum sem var auðvitað ekkert nema snilld, 50 krakkar í fullu fjöri eftir að hafa byrgt sig vel upp af orkudrykkjum til að halda út nóttina. Við tókum okkur til og horfðum á velflesta Heroes þættina sem eru komnir á netið auk þess sem var horft á hryllingsmyndir, poolmót, kappát og ég veit ekki hvað og hvað. Maður var að skríða uppí rúm heima hjá sér rúmlega 10 á laugardagsmorgun, og svaf ég eins og steinn til sjö um kvöldið.

Þá var komið að því að búa sig fyrir afmælið hennar Olgu, en hún varð 19 ára á mánudaginn síðastliðinn! Til hamingju með það sweetypie :* Maður var kominn í afmælið um 9 leitið og auðvitað var opnaður bjór í tilefni þess. Helvíti hressir krakkar mættir þarna og mikið gaman, mikið fjör. Svo fer nú allsvakalega að halla undan mínu minni, væntanlega sökum þreytu… 😮 En já, ég fór víst á Drífanda og Lundann og kom við í partýi hjá Sigga bró áður en ég drattaðist loksins heim. Það er eiginlega freeeekar langt síðan ég hef lent í blackouti og ekki get ég sagt að það sé nú eitthvað til að hrópa húrra fyrir. Greinilegt að drykkjupása 2 helgar í röð hefur ekki góð áhrif á næsta fyllerí… 😀

Annars er maður að fara á Vík í Mýrdal á morgun. Já, þið lásuð rétt… Vík í Mýrdal! Þar verður söngvakeppni félagsmiðstöðva á Suðurlandi haldin og förum ég, Sigþóra & Arndís með nokkra krakka úr Féló og verður þetta örugglega mjög skemmtilegt. Búið að skipuleggja fullt af hlutum sem hægt er að gera þarna, svosem fótboltamót, golf-drive keppni og ég veit ekki hvað og hvað… Svo komum við aftur heim á sunnudaginn…

Jæja, best að fara að pakka niður einhverju drasli og koma sér í háttinn.