haltu kjafti…

Það hlaut að koma að því… Haltu Kjafti er risið upp frá dauðum eftir frekar leiðinlegan og langdreginn dauðdaga. En já, Andri er búinn að setja upp splunkunýtt spjallkerfi og allt saman komið á fleygiferð þar. Mæli með að þeir sem hafa gaman af að spjalla um allt og ekkert skelli sér þangað, skrái sig og taki þátt í umræðunum. Þarna er rætt um hin ýmsu málefni og þótt uppistaðan af spjallverjum þarna séu Vestmannaeyingar eru auðvitað allir velkomnir!

Og í guðanna bænum ekki misskilja titilinn á þessu spjalli. Ekki bara skrá ykkur og halda svo kjafti 😉

http://haltukjafti.vinirketils.com