ég er ástfanginn…

Já ég er ástfanginn… hún er æðisleg, frábær, yndisleg…. bara allt. Ég kem ekki orðum að því hvað ég elska hana mikið. Hún kom inn í líf mitt eins og þruma úr heiðkskýru lofti! Eins corny og þetta hljómar þá er þetta satt. Ég er gjörsamlega dolfallinn. Á bara ekki til orð til að lýsa aðdáun minni á henni! Ég hélt að þetta myndi aldrei gerast.. en jú, nýja platan frá MUSE hefur snert taugar hjá mér sem ég vissi ekki að væru til… ég fæ gææææææææææsahúð þegar ég hlusta á þessa plötu…. í hvert einasta sinn! Ég hvet ALLA sem ekki hafa hlustað á þessa snilld til að gera það nú þegar og bókstaflega FRELSAST! Ég hef alltaf fílað MUSE en þessi plata kom mér á nýtt plan. Ég er eiginlega orðinn sjúkur. En já, ætla ekki að röfla meira um þetta… klukkan að ganga 7… ég greinilega ELSKA þessa plötu =)

Næstum því jafn mikið og ég elska Gvuní og Olgu… :o) <3